Afturelding rauf sigurgöngu Keflavíkur

Frá mótinu í Keflavík.
Frá mótinu í Keflavík. Ljósmynd/Tryggvi Rúnarsson

Afturelding varð um helgina Íslandsmeistari í taekwondo í fyrsta skipti og rauf áralanga sigurgöngu Keflvíkinga í íþróttinni en Íslandsmótið var haldið í Keflavík.

Daníel Jens Pétursson og Kristín Björg Hrólfsdóttir frá Selfossi voru valin keppendur mótsins en þau unnu bæði til gullverðlauna í sínum flokkum.

Völsungur frá Húsavík sendi í fyrsta sinn keppendur á mótið og náði í ein silfurverðlaun en þau hlaut hin tólf ára gamla Arnhildur Hrönn Annýjardóttir.

Frá mótinu í Keflavík.
Frá mótinu í Keflavík. Ljósmynd/Tryggvi Rúnarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert