Gylfi Þór var í farbanni í 637 daga

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í farbanni í 637 daga eða allt frá því að hann var handtekinn hinn 16. júlí árið 2021, grunaður um brot gegn ólögráða einstaklingi.

Lögreglan í Manchester tilkynnti í dag að Gylfi yrði ekki ákærður og að hann væri nú frjáls ferða sinna eftir tæplega tveggja ára farbann.

Gylfi Þór, sem er 33 ára gamall, er án félags þessa stundina en hann var samningsbundinn enska úrvalsdeildarfélaginu Everton þegar hann var handtekinn.

Samningur hans við Everton rann út síðasta sumar og er óvíst hvað tekur við hjá honum en honum er í það minnsta frjálst að yfirgefa Bretland eftir langa samfellda dvöl í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert