Mexíkókappakstur í uppnámi

Kappaksturinn í Hermanos Rodriguez brautinni í Mexíkóborg er í uppnámi.
Kappaksturinn í Hermanos Rodriguez brautinni í Mexíkóborg er í uppnámi. AFP

Kappaksturinn í Mexíkóborg er í uppnámi þar sem ríkisstjórn Mexíkó hefur ákveðið að niðurgreiða ekki mótshaldið eftir 2019.Hermanos Rodriguez

Eru því einhverjar líkur á að mótið í ár verði síðasti formúlukappakstur í Hermanos Rodriguez brautinni, í bili að minnsta kosti.

Valdaskipti urðu í Mexíkó eftir þingkosningar í fyrra en þar biðu fyrrverandi stjórnarflokkar ósigur og til valda komst hreyfing undir forystu Andres Manuel Lopez Obrador sem boðaði efnahagslega endurreisn.

Við uppstokkun fjárlaga var ákveðið að fella niður 400 milljóna peseta styrk sem mótshaldarar höfðu notið. Verða peningarnir í staðinn eyrnarmerktir tilteknum járnbrautarframkvæmdum.

Mótshald í formúlu-1 hófst að nýju í Mexíkó árið 2015, eftir 21 árs hlé. Þar áður var keppt í Mexíkó 1986 til 1992 á Hermanos Rodriguez brautinni. Mótin 1963 til 1970 fóru hins vegar fram í Magdelena Mixhuca.

Autodromo Hermanos Rodriguez er ein af fimm brautum á komandi keppnistímabili hverra samningur um mótshald rennur út um komandi áramót. Hinar eru Circuit de Barcelona-Catalunya á Spáni, Silverstone í Englandi, Hockenheim í Þýskalandi og Monza á Ítalíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert