Manchester City upp fyrir Liverpool

Maður leiksins var Phil Foden
Maður leiksins var Phil Foden AFP/Ben Stensall

Manchester City komst upp fyrir Liverpool og nartar í hæla Arsenal eftir sannfærandi 4:0 sigur á Brighton á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Phil Foden skoraði tvö mörk fyrir City.

Leikurinn byrjaði varfærnislega af hálfu beggja liða. Liðin skiptust á að sækja en tóku engar áhættur með boltann. Nathan Ake fékk ágætis möguleika eftir aukaspyrnu Phil Foden en á 17. mínútu skoraði Kevin De Bruyne glæsilegt skallamark eftir fyrirgjöf Kyle Walker og kom City í 1:0 forystu.


Phil Foden bætti við marki á 26. mínútu beint úr aukaspyrnu sem hann krækti í sjálfur. Boltinn hafði viðkomu í varnarmanni Brighton og breytti um stefnu og Jason Steele í marki Brighton átti ekki möguleika. Á 34. mínútu unnu City síðan boltann af hinum unga Valentin Barco og Foden skoraði af öryggi úr dauðafæri. 3:0 og Brighton virtust algjörlega steinrunnir.

Kevin De Bruyne í leik kvöldsins
Kevin De Bruyne í leik kvöldsins AFP/Ben Stansall


Julian Alvarez bætti við fjórða marki City en á 72. mínútu virtist Josko Gvardiol fella Joao Pedro innan vítateigs. Ekkert var dæmt og VAR staðfesti ákvörðun dómarans þrátt fyrir að erfitt væri að sjá hvernig hægt væri að dæma ekki víti.


City voru talsvert sterkari allt til leiksloka ef undanskilið er gott færi Pedro fimm mínútum fyrir leikslok og unnu að lokum sannfærandi sigur.


City er nú í 2. sæti deildarinnar einungis stigi á eftir Arsenal og á leik til góða.

Brighton 0:4 Man. City opna loka
90. mín. Jérémy Doku (Man. City) á skot sem er varið 90+4 Doku í dauðafæri en Steele sér við honum. Vel varið!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert