Ten Hag gekk út af blaðamannafundi

Erik ten Hag í leiknum gegn Bournemouth.
Erik ten Hag í leiknum gegn Bournemouth. AFP/Adrian Dennis

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, gekk út af blaðamannafundi eftir 2:2 jafntefli gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í gærkvöldi.

United er í dag í sjöunda sæti með 50 stig en liðið hefur aldrei endað neðar en í sjöunda sæti í sögu félagsins í ensku úrvalsdeildinni.

West Ham er rétt á eftir þeim með 48 stig og Newcastle er líkt og United með 50 stig en sæti ofar vegna markatölu.

Ten Hag var spurður út í þann möguleika að enda neðar en gekk út áður en blaðamaðurinn náði að klára spurninguna.

„Ég ætla ekki að svara þessu, þetta er ekki mikilvægt akkúrat núna,“ sagði ten Hag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert