Þakkaði fyrir gjöfina gegn Liverpool (myndskeið)

Bruno Fernandes skoraði magnað mark fyrir Manchester United þegar liðið gerði jafntefli við erkifjendur sína í Liverpool, 2:2, í 32. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu um síðustu helgi.

Fernandes fékk þá boltann frá Jarell Quansah, varnarmanni Liverpool, var eldfljótur að hugsa, skaut úr miðjuhringnum og yfir Caoimhín Kelleher og þaðan í bláhornið.

Portúgalinn var ekki sá eini sem skoraði glæsimark um síðustu helgi. Það gerði liðsfélagi hans Kobbie Mainoo sömuleiðis í sama leik.

Micky van de Ven, miðvörður Tottenham, skoraði með sannkölluðum þrumufleyg í sigri á Nottingham Forest og James Ward-Prowse skoraði beint úr hornspyrnu í sigri West Ham United á Úlfunum.

Fallegustu mörk 32. umferðar má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert