„Þess vegna er þetta enska úrvalsdeildin“

„Við tökum stiginu,“ sagði Gabriel Jesus, sóknarmaður Arsenal, í samtali við Völlinn á Símanum sport eftir markalaust jafntefli liðsins gegn Manchester City á Ethiad-leikvanginum í Manchester í dag. 

Tómas Þór Þórðarson, Margrét Lára Viðarsdóttir og Eiður Smári Guðjohnsen fengu Gabriel Jesus í viðtal til sín eftir leikinn. 

Þetta hlýtur að hafa verið erfiður leikur? Spurði Tómas. 

„Þess vegna er þetta enska úrvalsdeildin. Það er erfitt að spila í henni og að koma hingað og mæta þessu gæðaliði er erfitt,“ sagði Jesus meðal annars en viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert