Verður Greenwood einn sá dýrasti í sögu United?

Mason Greenwood í leik með Getafe í vetur.
Mason Greenwood í leik með Getafe í vetur. AFP/Pierre-Philippe Marcou.

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United eru sagðir vilja fá 50 milljónir punda fyrir enska sóknarmanninn Mason Greenwood.

Það er spænski miðillinn Mundo Deportivo sem greinir frá þessu en Greenwood, sem er 22 ára gamall, leikur á láni hjá Getafe á Spáni núna.

Uppalinn hjá Manchester

Hann er uppalinn hjá Manchester United og á að baki 129 leiki fyrir félagið í öllum keppnum þar sem hann hefur skorað 35 mörk og lagt upp önnur 12.

Sóknarmaðurinn hefur spilað mjög vel fyrir Getafe á tímabilinu þar sem hann hefur skorað sex mörk og lagt upp fimm til viðbótar í 27 leikjum í öllum keppnum.

Mikil óvissa ríkir um framtíð hans hjá United en yrði hann seldur frá félaginu í sumar fyrir 50 milljónir punda yrði hann fjórði dýrasti leikmaður í sögu félagsins á eftir þeim Cristiano Ronaldo, Romelu Lukaku og Ángel Di María.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert