Bakvörðurinn í frægðarhöll úrvalsdeildarinnar

Ashley Cole í leik með Chelsea.
Ashley Cole í leik með Chelsea. AFP

Ashley Cole var í dag vígður inn í frægðarhöll ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla.

Cole er 22. leikmaðurinn sem er vígður inn í frægðarhöll deildarinnar og sá fyrsti á þessu ári.

Hann er einn besti vinstri bakvörður sem leikið hefur í ensku úrvalsdeildinni og vann hana í tvígang með Arsenal, 2002 og 2004, og einu sinni með Chelsea, árið 2010.

Alls urðu leikirnir í úrvalsdeildinni 385 fyrir Lundúnafélögin tvö og skoraði Cole 15 mörk og gaf 31 stoðsendingu í þeim.

Síðar á árinu bætast tveir leikmenn til viðbótar í frægðarhöllina.

Þar verður hægt að kjósa úr hópi sem samanstendur af Sol Campbell, Michael Carrick, Andrew Cole, Jermain Defoe, Cesc Fabregas, Les Ferdinand, Robbie Fowler, Eden Hazard, Gary Neville, Michael Owen, David Silva, John Terry, Yaya Touré, Edwin van der Sar og Nemanja Vidic.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert