Leicester næsta lið til að missa stig?

Leicester gæti misst stig.
Leicester gæti misst stig. AFP/Darren Staples

Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu hefur kært Leicester City fyrir brot á reglum deildarinnar um hagnað og sjálfbærni í rekstri.

Að mati deildarinnar gerðist Leicester brotlegt síðustu þrjú tímabil í ensku úrvalsdeildinni, en liðið féll úr efstu deild á síðustu leiktíð og er nú í öðru sæti B-deildarinnar.

Fari svo að Leicester missi stig, eins og Everton og Nottingham Forest hafa lent í undanfarna mánuði, tekur það gildi á næstu leiktíð og mun ekki hafa áhrif á baráttu liðsins um að komast aftur upp í úrvalsdeildina.

Í yfirlýsingu frá félaginu lýsti það yfir gríðarlegum vonbrigðum með tímasetningunni á kærunni, því félagið hafði gert allt hvað það gat til að finna farsæla lausn með forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert