Liverpool fjórða liðið í 1000 stig

Mohamed Salah fagnar marki sínu fyrir Liverpool gegn Burnley í …
Mohamed Salah fagnar marki sínu fyrir Liverpool gegn Burnley í dag ásamt Daniel Sturridge og Philippe Coutinho. AFP

Liverpool varð fjórða liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla til þess að hala inn 1000 stigum í deildinni á heimavelli þegar liðið gerði 1:1-jafntefli gegn Burnley í fimmtu umferð deildarinnar á Anfield í dag.

Manchester United trónir á toppi þessa lista með 1136 stig, en Arsenal kemur þar á eftir með 1044 stig og Chelsea er síðan í þriðja sæti listans með 1026 stig.

Manchester getur bætt í þennan sarp með því að ná í stig þegar liðið mætir Everton á Old Trafford á morgun. Þá getur Chelsea nálgast Arsenal á listanum með því að hafa betur í leik liðanna á Stamford Bridge í hádeginu á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert