„Blessunarlega smitaði ég engan“

Landsliðsmaðurinn Rúnar Kárason fékk flensu á dögunum sem setti strik í reikninginn hjá honum í vináttulandsleikjunum gegn Þjóðverjum. „Gubbupest og viðbjóður,“ eins og Rúnar orðaði það sjálfur þegar mbl.is ræddi við hann í Split í Króatíu í dag.

„Það tekur smá orku frá manni og ég var aðeins lengur að komast til baka í rétt orkustig. Það er allt í standi núna og mér líður vel. Blessunarlega smitaði ég engan í liðinu,“ sagði Rúnar einnig en viðtalið við hann í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

Ísland mætir Svíþjóð í Split á morgun klukkan 17:15 að íslenskum tíma á EM í handbolta. 

Aron Pálmarsson og Rúnar Kárason hlýða á Geir Sveinsson.
Aron Pálmarsson og Rúnar Kárason hlýða á Geir Sveinsson. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert