Þurft að takast á við allskonar hluti sem fólk veit ekkert um

„Ég held að það sé engin ein rétt leið til að takast á við svona,“ sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í Dætrum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

Agla María, sem er 22 ára gömul, gekk til liðs við sænska úrvalsdeildarfélagið Häcken í janúar á þessu ári en hún hefur fengið fá tækifæri með liðinu það sem af er tímabili.

„Ég hef lært helling á þessu en ég hugsa alveg til þess að ef ég hefði lent í þessu mótlæti fyrir tveimur árum, þegar margir voru að pressa á mig að fara út, þá er ég ekki viss um að ég hefði höndlað það,“ sagði Agla María meðal annars.

Agla María er í nærmynd í sjöunda þætti af Dætrum Íslands en hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin