„Mér finnst ekkert gaman að horfa á fótbolta“

„Ég held að ég sé mjög skrítin fótboltakona því mér finnst ekkert gaman að horfa á fótbolta,“ sagði knattspyrnukonan Rakel Hönnudóttir í Dagmálum.

Rakel, sem er 35 ára gömul, á að baki 103 A-landsleiki fyrir Ísland en hún lék síðast í efstu deild sumarið 2020 og hefur ekki hug á því að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn.

Metnaðarfull þegar kom að æfingum

Rakel lék 103 A-landsleiki fyrir Ísland en skórnir eru að öllum líkindum komnir upp á hillu hjá henni eftir farsælan feril þar sem áhuginn hefur ekki kviknað aftur hjá henni eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn árið 2020.

„Mér finnst ótrúlega skemmtilegt að spila fótbolta og ég var mjög metnaðarfull þegar kom að æfingum sem dæmi,“ sagði Rakel.

„Ég settist samt aldrei fyrir framan sjónvarpið og horfði á fótbolta mér til skemmtunar,“ sagði Rakel meðal annars.

Viðtalið við Rakel í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Rakel Hönnudóttir.
Rakel Hönnudóttir. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert