Slök byrjun Vals á tímabilinu

Óli Valur Ómarsson úr Stjörnunni með boltann í kvöld. Aron …
Óli Valur Ómarsson úr Stjörnunni með boltann í kvöld. Aron Jóhannsson eltir hann. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjarnan vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Bestu deild karla í knattspuyrnu í kvöld gegn Val á heimavelli í Garðabæ í dag. Leikurinn endaði 1:0 í 11 spjalda leik.

Valsmenn eru með fjögur stig eftir fyrstu þrjá leikina og hafa ekki skorað í tveimur leikjum í röð. Stjörnumenn eru komnir með þrjú stig eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum.

Leikurinn byrjaði hægt en Valsarar byrjuðu betur og voru ofarlega á vellinum, fengu fjórar hornspyrnur og nokkur færi strax á fyrstu 20 mínútum leiksins.

Valsarar fengu skell eftir aðeins fimm mínútur en Sigurður Egill Lárusson þurfti að fara af velli vegna meiðsla.

Á 38. mínútu fékk Valur annan stóran skell þegar að Bjarni Mark Duffield fékk hans annað gula spjald og þar með rautt fyrir tvö slæm brot á Örvari Eggertssyn. Annað gula spjaldið hans var á miðjum vallarhelming Stjörnunnar þar sem ekkert hættulegt var í uppsiglingu og hann var ekki nálægt því að fara í boltann.

Stjarnan komst svo yfir á 47. mínútu eftir frábært mark og rosalega takta hjá Hilmari Árna Halldórssyni. Hann fékk boltann inni í teig, tók frábæran snúning og sendi boltann í rólegheitum á Adolf Daða Birgisson sem potaði honum í netið.

Í seinni hálfleik lá Valur langt niðri og varnarmenn Stjörnunnar stóðu á boltanum og reyndu að fá Valsara ofar á völlinn en það tók langan tíma.

Hápressan kom of seint og litla pressan framan af seinni hálfleik var ósannfærandi.

Valsarar gerðu hvað þeir gátu undir lok leiks en ekkert gekk og þetta er hræðileg byrjun á tímabilinu þeirra.

Stjarnan 1:0 Valur opna loka
90. mín. Sex mínútum bætt við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert