„Ég var komin með alveg nóg af fótbolta“

„Ég var í marki um daginn en ég hef í raun ekki æft fótbolta af neinu viti síðan ég eignaðist strákinn minn,“ sagði knattspyrnukonan Rakel Hönnudóttir í Dagmálum.

Rakel, sem er 35 ára gömul, á að baki 103 A-landsleiki fyrir Ísland en hún lék síðast í efstu deild sumarið 2020 og hefur ekki hug á því að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn.

Áhuginn kom ekki aftur

Rakel eignaðist sitt fyrsta barn árið 2021 en hennar síðasta alvöru tímabili með Breiðabliki í efstu deild var árið 2020 þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari.

„Ég var komin með alveg nóg af fótbolta þegar ég var ólétt af stráknum mínum,“ sagði Rakel.

„Ég hefði örugglega hætt hvort sem var, á þessum tíma, en á sama tíma veistu aldrei. Hann fæðist í október árið 2021 og mig langaði að bíða og sjá hvort áhuginn myndi koma upp aftur.

Þess vegna vildi ég ekki gefa það út að ég væri alveg hætt en fóboltaáhuginn kom ekkert aftur og mér líður ótrúlega vel heima hjá mér með fjölskyldunnui minni,“ sagði Rakel meðal annars.

Viðtalið við Rakel í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Rakel Hönnudóttir.
Rakel Hönnudóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert