Magni úr fallsæti

Leikmenn Magna fagna á Grenivíkurvelli í dag.
Leikmenn Magna fagna á Grenivíkurvelli í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Magni lyfti sér upp úr fallsæti í Inkasso-deild karla í knattspyrnu, 1. deild, með 3:1-heimasigri á Aftureldingu í Grenivík í dag.

Gestirnir komust yfir strax á 7. mínútu með marki frá Ásgeiri Erni Arnþórssyni en misstu svo mann af velli rétt fyrir hlé er Alejandro Zambrano fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Kristinn Þór Rósbergsson jafnaði svo metin á 54. mínútu áður en þeir Kian Paul Williams og Louis Aaron Wardle komu heimamönnum yfir og tryggðu stigin þrjú. Magni er nú með 16 stig í 10. sætinu, stigi á eftir Aftureldingu en Haukar eru komnir í fallsæti þegar fimm umferðir eru eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert