Ingólfur kom Gróttu áfram

Ingólfur Sigurðsson skoraði sigurmark Gróttu.
Ingólfur Sigurðsson skoraði sigurmark Gróttu. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Tíu leikir fóru fram í fyrstu umferð Borgunarbikars karla í knattspyrnu, bikarkeppni KSÍ, í gær. Eina 1. deildarliðið sem þurfti að taka þátt í umferðinni komst naumlega áfram.

Það var lið Gróttu, sem er nýliði í 1. deildinni í ár og fékk það erfiða verkefni að sækja heim lið Aftureldingar, en þessi lið háðu einmitt harðan slag í toppbaráttu 2. deildarinnar í fyrra.

Grótta náði að sigra, 1:0, á gervigrasvellinum að Varmá í Mosfellsbæ og það var Ingólfur Sigurðsson sem skoraði sigurmarkið á 57. mínútu leiksins.

Grótta mætir 3. deildarliði KFG úr Garðabæ í 2. umferðinni en KFG vann lið úr sömu deild, Vængi Júpíters, 4:1 í gærkvöld. Bjarni Pálmason skoraði öll fjögur mörk KFG, þrjú þeirra í framlengingu en staðan var 1:1 eftir venjulegan leiktíma.

Úrslit í 1. umferðinni í gær:

Kóngarnir - Afríka 1:3
KH - Hvíti riddarinn 1:0
Höttur - Sindri 4:5
Vatnaliljur - Úlfarnir 2:1
Dalvík/Reynir - Drangey 4:0
Reynir S. - Kórdrengir 7:1
Stokkseyri - Kría 1:0
Afturelding - Grótta 0:1
Gnúpverjar - KFR 1:2
KFG - Vængir Júpíters 4:1

Síðasti leikur 1. umferðar fer fram í kvöld þegar Stál-úlfur mætir Njarðvík.

2. umferð er leikin um næstu helgi og þar mætast:

Selfoss - Kormákur/Hvöt
HK - Fram
Keflavík - Víðir
Tindastóll - Þór
GG - Þróttur V.
Álftanes - Ægir
Stál-úlfur eða Njarðvík - ÍR
ÍH - KH 
KFG - Grótta
Reynir S. - Haukar
Berserkir - KFR
Stokkseyri - Leiknir R.
Sindri - Huginn
Fylkir - Vatnaliljur
Árborg - Hamar
Kári - Augnablik
Nökkvi - Magni
Afríka - Þróttur R.
Dalvík/Reynir - Völsungur
Fjarðabyggð - Leiknir F.

Sigurliðin í 2. umferð komast í 32-liða úrslit ásamt úrvalsdeildarliðunum tólf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert