Svona gerir þú rodeó-förðun í anda Bellu Hadid

Ofurfyrirsætan Bella Hadid er með kúrekalúkkið á hreinu!
Ofurfyrirsætan Bella Hadid er með kúrekalúkkið á hreinu! Skjáskot/Instagram

Ofurfyrirsætan Bella Hadid hefur tekið kúrekalúkkið sem tröllríður tískuheiminum um þessar mundir alla leið, hvort sem það er í förðun, tísku eða makavali. Hadid nældi sér í alvöru kúreka fyrir nokkrum mánuðum, en sá heppni heitir Adan Banuelos og sem er margverðlaunaður hesta- og tamningamaður. 

Á dögunum fór Hadid á svokallað rodeó eða kálfasnörun að fylgjast með kærasta sínum keppa, en það er óhætt að segja að internetið hafi hreinlega legið á hliðinni eftir að myndir birtust af henni frá kvöldinu. 

View this post on Instagram

A post shared by Bella 🦋 (@bellahadid)

Sólkysst og náttúruleg förðun

Hadid skartaði glæsilegri en náttúrulegri förðun, var með liði í hárinu og að sjálfsögðu með kúrekahatt. Heiður Ósk Eggertsdóttir, förðunarfræðingur og eigandi Reykjavík Makeup School, birti myndband á TikTok þar sem hún sýndi hvernig hægt er að ná fram kúrekalúkki Hadid í nokkrum skrefum. 

Heiður byrjar á því að blanda saman farða frá Makeup by Mario og ljómavörunni Halo Glow frá ELF til þess að fá ljómandi og sólkyssta húð. Hún notar svo hyljara undir augun og leyfir honum aðeins að bíða á húðinni áður en hún blandar honum, en Heiður segir að hér sé mikilvægt að passa að hyljarinn sé ekki í of ljósum lit þar sem förðunin á að vera mjög sólkysst.

Á kinnarnar blandar Heiður saman krembronser frá Chili in June og kremkinnalit frá ELF til þess að fá hið fullkomna sólkyssta yfirbragð. Hún tekur blönduna og setur líka yfir nefið og upp á ennið. 

Býr til eigin kinnalit úr tveimur vörum

Heiður notar sama krembronser á augnlokin sem grunn fyrir augnförðunina. Því næst tekur hún brúnan augnskugga úr augnskuggapallettu frá Makeup by Mario og augnskugga í litnum Brownscript frá Mac sem er í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Hún tekur svo sömu liti á minni bursta og rennir þeim undir augun við augnhárin. Síðan notar hún glimmer-ljómavöru úr pallettu frá Dior yfir augnlokið sem setur punktinn yfir i-ið.

Að því loknu setur hún dökkbrúnan augnblýant í votlínuna bæði uppi og niðri, brettir augnhárin og setur Panorama-maskarann frá L'Oréal á þau. Á varirnar notar heiður svo brúntóna varablýant í litnum Cork frá Mac og blandar síðan varalitinn Mer frá Mac í miðjuna.

Lokaskrefið er svo að setja púður undir augun svo augnsvæðið haldist slétt og fallegt, en hún notar Airbrush Flawless Filter-púðrið frá Charlotte Tilbury og bætir því líka á T-svæðið. Hún teiknar svo freknur á nefið með freknupenna og bætir svo við nokkrum freknum með sama varablýant og hún notaði á varirnar. Að lokum tekur hún svo ljómapallettuna frá Dior og setur á kinnbeinin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál