„Gummi, þú ert eitthvað svo sænskur“

Guðmundur Birkir Pálmason, Gummi kíró, byrjaði á Instagram til að verða sýnilegri en svo þróaðist það út í að hann fór að vinna sem áhrifavaldur meðfram aðalstarfinu. Því að vera kírópraktor.

Hann vakti strax athygli fyrir öðruvísi fatastíl og einhverjir veltu því fyrir sér hvort hann væri ekki örugglega samkynhneigður fyrst hann leyfði sér að klæða sig eins og hann gerir.

„Ef þú myndir spyrja æskuvini mína að þessari spurningu þá myndu þeir segja að þetta væri bara eins og Gummi er. Ég er alltaf ég sjálfur. Þótt ég sé á Instagram í einhverjum fötum þá er ég eins og ég hef alltaf verið. Þetta var bara svo náttúrulegt fyrir mér. En af því þetta var öðruvísi þá vakti það athygli.“

„Ég man einu sinni mætti ég á einhvern stað og fallega klædd kona segir við mig: „Gummi, þú ert eitthvað svo sænskur.“ Ég var með einhvern trefil og gat sett liti saman. Svíarnir geta verið mjög smart. Þetta hefur alltaf verið bara mjög eðlilegt fyrir mér.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál