Alsæl með 102 milljón króna trúlofunarhring

Tommy Fury fór á skeljarnar síðastliðinn mánudag og bað Molly-Mae …
Tommy Fury fór á skeljarnar síðastliðinn mánudag og bað Molly-Mae Hague með glæsilegum demantshring. Samsett mynd

Love Island-stjörnurnar Tommy Fury og Molly-Mae Hague hafa verið áberandi í fjölmiðlum í vikunni eftir að Fury fór á skeljarnar og bað Hague á spænsku eyjunni Ibiza fyrr í vikunni. Í gær birti Hague svo mynd af sér með trúlofunarhringinn sem skartar myndarlegum demanti og hafa sérfræðingar unnið hörðum höndum við að reyna að meta verðgildi hringsins. 

Framkvæmdastjóri og meðeigandi bresku lúxusskartgripasölunnar ROX, Kyron Keogh, hefur áætlað að Fury hafi eytt 600 þúsund sterlingspundum í hinn glæsilega demantshring, eða sem nemur 102,1 milljón króna á gengi dagsins í dag. 

„Trúlofunarhringur Molly-Mae er með stórkostlegum sporöskjulaga demanti sem lítur út eins og 6 karöt, og ef hann er hár í lit og skýrleika gæti hann verið metinn á 600 þúsund sterlingspund. Oval-demantar bjóða upp á ferskt útlit á hinum klassíska demanti sem gerir þá að einstöku vali fyrir þá sem vilja skera sig út úr,“ sagði Keogh í samtali við Daily Mail

Vinsældir Oval-demantsins hafa aukist mikið að undanförnu, en stjörnur á borð við Kourtney Kardashian og Hailey Bieber hafa valið slíkan demant á hringa sína, enda stílhreinn og formfagur demantur.

View this post on Instagram

A post shared by Molly-Mae Hague (@mollymae)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál