Börn þurfa allt öðruvísi sólarvörn en fullorðnir

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir segir að börn séu með viðkvæma …
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir segir að börn séu með viðkvæma húð og þurfi sérstaka sólarvörn sem er ætluð þeim. Ljósmynd/Samsett

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá manneskju sem veltir fyrir sér hvaða sólarvörn sé best fyrir ljóshært barn. 

Sæl Jenna Huld.

Hvaða sólarvörn mælið þið með fyrir ljóshært barn?

Kveðja, 

HJB

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Börn sem eru mjög ljós í húðinni, til dæmis rauðhærð eða ljóshærð, eru með mjög viðkvæma húðtýpu og þola einmitt sólina illa. Þarna ber að hafa í huga að skýla þeim sem mest frá sólinni með klæðnaði en einmitt bera á góða sólarvörn á svæði sem ekki er hægt að skýla eins og til dæmis andlit og handarbök.

Ég mæli með því að nota sólarvörn með minnst 50 í SPF fyrir börnin og velja vörn sem er merkt „fyrir börn“. Ástæðan er sú að það er minna búið að eiga við þær varnir og þær eru þykkari og þekja betur. Fullorðnum finnst óþægilegt að bera á sig of þykka vörn og þá er oft búið að setja meira vatn í formúluna og fleira til að vörnin fari fljótar inn í húðina.

Einnig myndi ég ráðleggja steinefnasólarvörn fyrir börn eða „mineral“. Dæmi um svoleiðis sólarvörn sem fæst á Íslandi er Pharmaceris E protection from 1st day of life sem fæst í flestum apótekum. Örugglega aðrar varnir til með þessum eiginleikum en þá einmitt leita að „fyrir börn“, minnst SPF 50 og steinefna (mineral) sólarvörn.  

Kær kveðja,

Jenna Huld Eysteinsdóttir 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Jennu Huld spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál