Gegnsær búningur Norðmannsins vakti athygli

Kristian Blummenfelt vann gullverðlaun í gegnsæum búningnum.
Kristian Blummenfelt vann gullverðlaun í gegnsæum búningnum. AFP

Norðmenn unnu gullverðlaun í þríþraut þegar Kristian Blummenfelt kom fyrstur í mark á Ólympíuleikunum í Tókýó. Árangur Norðmannsins þykir ansi góður og hefur hann fengið mikla athygli í erlendum fjölmiðlum eftir sigurinn, en mögulega af ástæðu sem hann reiknaði ekki með. Hvítur búningur Blummenfelts var nefnilega gegnsær.

Svo virðist sem hönnuður búningsins hafi ekki gert ráð fyrir að keppandinn myndi stinga sér til sunds í búningnum. Keppnin í þríþraut skiptist þannig að fyrst hjóla keppendur, síðan tekur við sund og að endingu er hlaupið í mark.

Þegar Blummenfelt kom úr sundinu vakti það athygli áhorfenda að búningurinn hans var orðinn gegnsær. Það er spurning hvort þetta hafi skotið öðrum keppendum skelk í bringu og hjálpað Norðmanninum að vinna þessa keppni, sem af mörgum er talin erfiðasta íþróttagrein Ólympíuleikanna.

Norski þríþrautarkappinn Kristian Blummenfelt fagnaði sigri í gegnsæum hvítum búning.
Norski þríþrautarkappinn Kristian Blummenfelt fagnaði sigri í gegnsæum hvítum búning. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál