Er hægt að fá unglegri hendur?

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir fær spurningu hvort hægt sé að fá …
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir fær spurningu hvort hægt sé að fá unglegri hendur. Guilia Bertelli/Unsplash

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem veltir fyrir sér hvers vegna húðin þynnist með aldrinum og hvers vegna hendur eru oft ellilegri en andlit og hvort hægt sé að gera eitthvað í því.

Sæl. 

Hvers vegna þynnist húðin svona með aldrinum? Og svo númer tvö; hendur á konum sem líta mjög unglega út í andliti eru oft hræðilega ellilegar; æðaberar, liðir bólgnir og alls konar blettir á handarbökum. Eru lýtalæknar með einhver ráð við þessu?

Kveðja, K

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Árni Sæberg

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Það er vel þekkt að húðin þynnist með árunum og við missum u.þ.b. 5% af þykkt hennar á hverju 10 ára tímabili. Aldursbreytingar byrja upp úr 25 ára aldri. Eftir fimmtugt eldumst við konur aðeins hraðar en karlar, það er talið tengjast m.a. tíðahvörfum. Eins skiptir miklu máli hvernig við förum með húðina. Við getum hægt á þessu öldrunarferli ef við t.d. notum reglulega sólarvörn og reykjum ekki. Það er rétt hjá þér að við gleymum oft að hugsa vel um hendurnar. Getum ekkert gert varðandi bólgna liði (það eru gigtarsjúkdómar sem valda því) en við lýtalæknar getum gert handarbök unglegri. Það er hægt að setja fyllingarefni (hyaluronicsýru) eins og sprautað er í andlit eða þína eigin fitu (lipofilling) sem er meira langverkandi, hefur jafnframt góð áhrif á yfirliggjandi húð og gefur henni góðan gljáa. 

Mæli með að panta tíma hjá lýtalækni og fá ráðleggingar hvað hentar best fyrir þig.

Gangi þér og með bestu kveðjum,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál