Svona færðu fyllri augabrúnir

Förðun eftir Maor Hillel en augabrúnirnar eru sérlega náttúrulegar og …
Förðun eftir Maor Hillel en augabrúnirnar eru sérlega náttúrulegar og mótaðar. Skjáskot/Instagram

Þú ert ekki ein ef þú gerðist sek um að plokka aðeins of mikið af augabrúnum þínum í byrjun aldarinnar. Sem betur fer er ýmislegt í boði til bæta skaðann með réttu augabrúnavörurnar að vopni geta augabrúnirnar virkað þéttar og mótaðar.

Ekki nota of dökkan lit

Þegar þú ætlar að finna réttu vörurnar til að móta augabrúnirnar skaltu nota lit sem er í takt við þinn náttúrulega hárlit eða tóni ljósari. Of dökkar augabrúnir geta ýtt undir þreytumerki og fínar línur í andlitinu og eru langt frá því að endurspegla náttúrulegt útlit.

Mótaðu útlínurnar með fínlegum augabrúnablýanti

Greiddu augabrúnirnar upp og notaðu fínlegan augabrúnablýant til að móta létt línuna undir augabrúnunum. Næst skaltu greiða augabrúnirnar niður og finndu hæsta punkt þeirra og teiknaðu lauslega meðfram honum með augabrúnablýantinum. Núna greiðirðu augabrúnirnar aftur upp og þú ættir að vera byrjuð að sjá mótun þeirra. Einn besti og vinsælasti augabrúnablýanturinn er Brow Wiz frá Anastasia Beverly Hills en það er skylda að eiga einn slíkan ef þú vilt ná fram mótuðum augabrúnum.

Anastasia Beverly Hills Brow Wiz.
Anastasia Beverly Hills Brow Wiz.

Líktu eftir náttúrulegum hárum með örfínum línum

Notaðu fíngerða augabrúnablýantinn til að líkja eftir náttúrulegum hárum með því að teikna fínar línur í sömu átt og hárin vaxa.

Fylltu upp í brúnirnar

Notaðu skáskorinn bursta með smá púðri eða kremformúlu. Byrjaðu að dreifa því í aftari hluta augabrúnanna. Næst skaltu nota restina af púðrinu, sem eftir er í burstanum, og vinna það inn í fremri hluta augabrúnanna. Þannig færðu mildari útkomu. Brôw Densify Powder-To-Cream frá Lancôme er mjög hentug formúla sem er eins konar púður sem verður að kremi þegar formúlan er nudduð inn í augabrúnirnar. Þéttari og mótaðri augabrúnir koma samstundis fram og haldast þannig allan daginn. Danska snyrtivörumerkið GOSH býður einnig upp á mikið úrval af góðum augabrúnavörum á hagstæðu verði en helst ber að nefna Brow Kit og Brow Pomade. Hið síðarnefnda er vatnsheld kremformúla sem er auðveld í notkun með góðum bursta.

Lancôme Brôw Densify Powder-To-Cream.
Lancôme Brôw Densify Powder-To-Cream.
GOSH Copenhagen Brow Kit.
GOSH Copenhagen Brow Kit.
GOSH Copenhagen Brow Pomade.
GOSH Copenhagen Brow Pomade.
Anastasia Beverly Hills Brush #14.
Anastasia Beverly Hills Brush #14.


Festu augabrúnirnar og fáðu aukna áferð

Að lokum er tilvalið að nota glært eða litað augabrúnagel til að festa mótun augabrúnanna í sessi og fá náttúrulega áferð á hárin. Sumir spreyja einfaldlega hárlakki í augabrúnagreiðuna en aðrir fara aðeins nútímalegri leið og nota sérstakt augabrúnagel. Sourcils Styler Brow Gel frá Lancôme er frábært augabrúnagel sem hannað var í samstarfi við förðunafræðing stjarnanna hana Lisu Eldridge en burstinn er einstakur. Fyrr á árinu kom svo ný augabrúnavara á markað frá Anastasia Beverly Hills sem nefnist Dipbrow Gel en það er einskonar blanda af geli og kremi með miklum lit í vatnsheldri formúlu. Þessi vara hentar vel með Brow Wiz frá sama merki.

Lancôme Sourcils Styler Brow Gel.
Lancôme Sourcils Styler Brow Gel.
Anastasia Beverly Hills Dipbrow Gel.
Anastasia Beverly Hills Dipbrow Gel.


Hér fyrir neðan má sjá dæmi um hvernig Dipbrow Gel frá Anastasia Beverly Hills er notað en það er mögnuð augabrúnavara. 
 

View this post on Instagram

Brow Game @anastasialovesmakeup Using Dipbrow Gel in Medium Brown*✨ABH brushes: 12 and 18 #anastasiabrows

A post shared by Anastasia Beverly Hills (@anastasiabeverlyhills) on Sep 16, 2019 at 9:17am PDT

Fylgstu með á bak við tjöldin:

Instagram: @Snyrtipenninn 
Facebook: Snyrtipenninn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál