Vont fyrir budduna að vera hvatvís

Ásdís María Viðarsdóttir er mega skóböðull að eigin sögn.
Ásdís María Viðarsdóttir er mega skóböðull að eigin sögn. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ásdís María Viðarsdóttir vakti athygli í Söngvakeppni Sjónvarpsins, ekki bara fyrir fallega sönginn heldur einnig fyrir frumlega förðun. Hún er enginn nýgræðingur þegar kemur að söngkeppnum en hún vann Söngkeppni framhaldsskólanna á síðasta ári. Einnig hefur hún verið áberandi á karókíkvöldum Hits & Tits þar sem hún hefur tekið hvern slagarann á fætur öðrum við mikinn fögnuð. Hún segist vera hvatvís að eðlisfari sem sé oft vont fyrir budduna, en hún vill að allar flíkurnar sínar séu einstakar án nokkurrar aðstoðar.

Hefur þú einhvern sérstakan fatastíl? Í rauninni ekki, klæðist gríðarlega mikið sítískufötum og íslenskri hönnun.

Ert þú ein af þeim sem eru með fullan skáp af fötum en fara alltaf í það sama? Ég á mér allavega uppáhaldsflíkur sem ég nota endalaust. Eins og Aftur kjólinn minn, hann er algjörlega uppáhaldsflíkin mín. Ég vinn náttúrlega í Spútnik sem er uppáhaldsbúðin mín og ég kaupi mér eiginlega allt þar þannig að ég á troðfullan fataskáp.

Ferð þú með meira af fötum með þér í ferðalög en þú síðan notar? Vá, algjörlega. Ég er alltaf við öllu búin í útlandinu.

Ferð þú í sítískubúðir? Aðallega, það er ekkert skemmtilegra en að finna gersemar í vintage-búðum. Ég er mikill vintage hönter.

Átt þú þér einhverja uppáhaldsbúð hér eða í útlöndum? Spútnik að sjálfsögðu, Aftur og Rag and Bone Man sem er vintage-búð í Berlín. Svo er Ampersand í Kaupmannahöfn einnig í miklu uppáhaldi. 

Ert þú hvatvís í innkaupum og færð síðan móral á eftir? Ég er alltaf að reyna að temja mér að vera ekki hvatvís. Ég er einstaklega hvatvís að eðlisfari en í fatakaupum þá er það oft vont í budduna. Ég kenndi sjálfri mér eitt ráð, að máta ómáluð og að láta geyma flíkurnar í korter.

Kaupir þú flík sem þú ætlar að nota einhvern tíman seinna, en ferð svo aldrei í? Nei, í rauninni ekki. Ég á til dæmis engar basic-flíkur eins og svartan hlýrabol eða gallabuxur. Ég vil að allar flíkurnar mínar séu einstakar án nokkurrar aðstoðar.

Ferð þú vel með fötin þín og burstar vel skóna þína? Ég vildi að ég gerði það en ég hendi fötunum af mér á kvöldin og er mega skóböðull. Ég þekki skósmiðina í Kringlunni með nafni og kennitölu.

Er röð og regla í fataskápnum eða þarft þú að kafa, róta og gramsa til að finna það sem þú ætlar að ná í? Fötin mín eru alltaf á víð og dreif þannig að ég teygi mig bara eitthvert inn í hrúguna og er í því!

Ásdís María segist ekki eiga neinar basic flíkur.
Ásdís María segist ekki eiga neinar basic flíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson
Ásdís María er einstaklega hvatvís að eðlisfari.
Ásdís María er einstaklega hvatvís að eðlisfari. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál