Berglind fann ástina á ný eftir andlát eiginmannsins

Berglind Häsler er staðráðin í því að halda áfram að …
Berglind Häsler er staðráðin í því að halda áfram að hafa gaman. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Berglind Häsler viðburða- og samskiptastjóri Vinsri grænna og tónlistarmaður missti eiginmann sinn Svavar Pétur Eysteinsson fyrir ári síðan.

Svavar Pétur sem notaði listamannanafnið Prins Póló fékk krabbamein sem dró hann til dauða. Áður en hann kvaddi bað hann Berglindi um að halda áfram að hafa gaman.  

Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson.
Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson.

Í viðtali við Ásdísi Ásgeirsdóttur í SunnudagsMogganum talar Berglind opinskátt um sorgina og missinn. 

Hef­ur þú fundið gleðina á ný?

„Já. Og ég er meira að segja ást­fang­in!“ seg­ir Berg­lind og bros­ir breitt.

„Það er ótrú­legt og ég bjóst alls ekki við því. Sum­ir segja að fólk í mín­um spor­um eigi að bíða leng­ur en eitt ár en það er ekk­ert hægt að plana ást­ina. Hún er svo mikið afl.“

Berglind Häsler missti mann sinn Svavar Pétur Eysteinsson fyrir rúmu …
Berglind Häsler missti mann sinn Svavar Pétur Eysteinsson fyrir rúmu ári. Hans síðustu orð voru að hún ætti að halda áfram að hafa gaman. Berglind hefur nú fundið ástina á ný. mbl.is/Ásdís
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál