Nautið: Þú þarft að treysta ástinni

Elsku Nautið mitt,

það hefur ýmislegt verið að gerast í kringum þig. Um það bil helmingur af því hefur ekki látið þér líða nægilega vel. Hættu að skoða það, því annars fylgir því líðan sem veikir þig. Skoðaðu með öllu þínu hjarta hvað hefur verið að gerast og hvað hefur verið að gerast sem hefur gert þig glaðan?

Sjáðu skýrt hvað hefur komið til þín og þú hefur gert frábært á síðustu mánuðum. Um leið og þú setur það staðfest inn í huga þinn, eflirðu þann mátt til þess að færa þér hamingjuna. Annarra manna gjörðir, orð eða álit eru ekki þú, því að þín orka er sérstakur heimur út af fyrir sig. Svo það er sjálfsálitið sem geislar frá þér. Þegar þér finnst lítt eða ekkert til þín koma, þá lýsirðu því frá þér. Þú getur skipt um og breytt hvernig þú útgeislar með því einu að taka ákvörðun, því þú ert frábærasta manneskjan sem þú þekkir. Og þegar þú segir já við þessu ertu búinn að efla þig 100%.

Þér hefur dottið það í hug að eiga sérlega erfitt með að treysta í raun og veru. Traust er lykillinn í því lífi sem þú ert að ganga inn í. Þú þarft að treysta ástinni, til þess að ástin treysti þér. Og þú þarft að treysta því að lífið færi þér það góða sem þú vilt, til þess að lífið geti látið þig hafa það sem þú átt skilið.

Þar af leiðandi er það sem þú þarft að segja við þig eins oft og þú getur er: „Ég á skilið allt hið góða“. Og teldu svo upp hvað  þú átt skilið og klappaðu aðeins á brjóstið á þér. Þegar þú gerir þetta ertu að stimpla það inn í frumurnar þínar og þær hafa minni um allt sem þú hefur gerst frá því þú fæddist. Og þar sem þú ert fruma af Alheimsorkunni, þá skynjarðu að það sé verið að senda þér alla þá næringu fyrir það sem þig vantar.

Breytingar eru í kringum þann 15. desember og eftir það er afstaða tunglanna þér svo miklu meira í hag, tengt ástinni, fjölskyldunni og lífinu.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál