Steingeitin: Næstu 90 dagar munu skipta máli

Elsku Steingeitin mín,

þó að útkoman í lífinu verði öðruvísi en þú hafðir vonað skaltu bara vita að það er allt er eins og það á að vera. Þú vilt stjórna á hvaða hraða lífið gerist og finnst það vera veikleiki að geta ekki drifið þig og þitt lið áfram. En það sem þú þráir að gerist verður þegar tíminn er réttur. Þú þarft ekki að afsaka neitt, því þú færð þann árangur sem gefur lífinu þínu gildi og þú finnur að þú ert komin á réttan stað og þessi tilfinning um að þú sért að mörgu leyti komin á réttan stað gerist í kringum 19 desember. Því þá er fullt tungl í Tvíburamerkinu sem fær þig til að slappa meira af og sleppa stjórn. Og um leið og þú gerir það byrjar að rigna yfir þig kærleikur og ást.

Að eignast eða að vera í fjölskyldu er meginmarkmið þitt. Þar er hamingja þín fólgin, því að hlutir eru ekki það sem skiptir máli og þess vegna eru þeir kallaðir hlutir.

Það er gott mottó fyrir þig að hressa eða gleðja aðra manneskju á hverjum degi. Því þá og þannig sendirðu frá þér ást og fröken Karma sveiflar þessu tilbaka. Svo að óvenjulegasta fólk á eftir halda undir höndina á þér.

Ég dreg fyrir þig eitt spil og á því er talan þrír sem er tala gleði, listar og skemmtana. Þar er mynd af bláum og bleikum fána og myndin sýnir konu og mann haldast í hendur. Þetta spil segir að þú gerir bandalag eða tengir þig við manneskju sem gerir líf þitt léttara og farsælla.

Næstu 90 daga eru merkilegasti og mikilvægasti tími þinn. Láttu ekki utanaðkomandi þvaður flækjast fyrir þér. Segðu bara við sjálfan þig þegar svoleiðis leiðindi eru að flækjast í huga og heila orðið útiloka. Því að annarra manna álit er bara þeirra álit. Og það eina sem þú þarft að vita hjartað mitt er að það er þitt eigið sjálfsálit sem breytir öllu og skiptir máli. Því að þegar þú elskar sjálfan þig elska aðrir þig líka, því að við erum allar manneskjur sem ein vitund.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál