Ljónið: Þörf til að skapa

Elsku Ljónið mitt, þú ert að fara inn í tímabil þar sem þú sérð stjörnunar, himininn og sjóinn í miklu skýrari litum. Þú finnur hjá þér þörf til að skapa og búa eitthvað til. Og þú verður að láta undan þessari þörf til þess að sálin þín víkki út og færi þér hamingjustraumana. Þú átt líka að leyfa þér meira að leika þér og í því er líka viss sköpun að skemmtilegra lífi. Hégóminn og egóisminn getur nagað af þér handarbökin og komið þér í ástand sem þú kærir þig alls ekki um að vera í. Það eina sem sigrar hégómann og egóismann er auðmýkt gagnvart öllum þeim sem eru að reyna að hafa áhrif á líf þitt og líka gagnvart þeim sem vilja bara fá að vera með.

Þér gengur svo miklu betur í fjármálunum núna og örlæti á allan þinn hug. Það er alltaf sælla að gefa en þiggja. Og í hvert skipti sem þú gefur, þá bætist ást og kærleikur við þig. Svo hafðu engar áhyggjur því þú færð allt til baka, þótt það sé ekki endilega frá þeim sem þú gefur.

Það er sterkt í þér að vilja ekki eða nenna ekki að hafa áhyggjur. Og auðvitað er þetta rétt hugsun, því áhyggjur skapa bara meiri áhyggjur. Þú færð alltaf meira af því sem þú hugsar, það er staðreynd. En samt þarftu að sjá að þú þarft að loka þeim götum sem valda þér hugarvíli. Því að fresta því sem þú þarft að horfast í augu við, býr bara til meiri vitleysu.
Þú getur klárað allt sem þú vilt leysa með því að standa upp og ráðast á vandann. Þú átt eftir að verða hissa og hrista höfuðið yfir því hversu létt sú vinna verður. Þú þarft að skrifa niður á miða eða í símann þinn hverju þú ætlar að ljúka. Þá gerist kraftaverk, því að með þessu seturðu kraft í verkið.

Það er töfrandi ástarblik í kringum þig og hvort sem þú ert á lausu eða í sambandi, er eitthvað að dafna meira í ástinni en áður hefur gert. Þú átt eftir að finna sterkt þú ert ánægður með sjálfan þig. Og bara með því að hugsa að þú sért bara algjörlega frábær og óumræðilega spennandi til dæmis, þá hefur annað fólk það álit á þér líka, hvort sem það er með orðum eða hugsunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál