Nautið: Þú þarft að halda jól alla daga

Elsku Nautið mitt,

þú ert búin að vera að hugsa mikið á þessum athyglisverðu tímum sem við lifum á. En þú mátt ekki gefa þér leyfi að hvílast of mikið eða stoppa, sama hvað gengur á. Því þegar þú stoppar, þá stoppar tíminn og allt verður ekkert.

Þú þarft að skapa gleðina og hafa jól alla daga. Ef þér finnst enginn vera að hringja í þig og þú ert leiður yfir því, þá hringdu bara sjálfur. Hafðu miklu meira samband við þá sem koma upp í huga þinn og ef þú hugsar einhvern sérstakan, þá áttu að hringja strax.

Þú ert næmur fyrir öllu umhverfi þínu, svo færðu til í umhverfi þínu til að skapa réttan eða betri anda. Skiptu um föt oftar en þú vilt, því um leið og þú klæðir þig í klæðirðu þig í aðra orku. Ekki hanga í náttfötunum þó þú getir það, því þá ertu ekki tilbúinn til að taka á móti nýjum gjöfum.

Hafðu þig til á hverjum degi eins og þú sért að fara í merkilega veislu, því þá skynjar Veröldin og uppspretta alls að þú sért að kalla á eitthvað skemmtilegt og þá byrjar ballið.

Allt annað lætur þig bara dekra þig í þunglyndi, já við dekrum okkur í þunglyndi. Við segjum;  það er allt ömurlegt, það er allt ómögulegt, þetta er versta ár sem ég hef lifað. En þessi orð gera ekkert annað en að kasta leiðindunum í kringum mann eins og vont boomerang.

Þú átt að vægja fyrir óvinum þínum því þú átt eftira að græða á því seinna. Reiði er eins og steinn sem þú kastar í geitungabú, stórhættulegt og sérstaklega fyrir þig. Þetta er vegna þess að þú ert svo tilfinningaþrungin týpa, svo útilokaku reiðina og lagaðu hana, alveg sama hvað þú þarft að gera til þess.

Þú ert á tímabili ástarinnar og góð ást verður betri en vond ást getur sprungið. Ekki halda í neitt sem tengist ástinni ef það hefur verið  sífellld hindrun. Þú ert bara á þessari Plánetu til að elska og svo sérstaklega þig sjálfan. Og þegar þú sérð það verður auðvelt að fá alla þá ást sem þú vilt, hrekkur þú í gírinn og munt skilja tilgang þinn, hver þú ert og hvert þú ert að fara.

Jólaknús, Sigga Kling

Fræg Naut:

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska knattspyrnulandsliðsins, 22. apríl
Hannes Þór Halldórsson, markvörður, 27. apríl 
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, áhrifavaldur, 21. apríl 
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, 14. maí 
Halldór Laxness, rithöfundur og skáld, 23. apríl 
Helga Möller, söngkona, 12. maí 
Katrín Tanja Davíðsdóttir, crossfit-meistari, 10. maí 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál