Má faðir selja eign ef hann situr í óskiptu búi?

Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda.
Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda. Samsett mynd

Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá manneskju sem veltir fyrir sér erfðamálum. 

Sæl Vala. 

Foreldrar mínir áttu íbúðareign, sem þau áttu saman, en eftir að móðir mín lést hefur faðir minn setið í óskiptu búi sem var seld í júní/júlí 2022 nálægt fasteignamatsverði. Ekki hefur verið keypt önnur í staðinn samkvæmt því sem ég hef komist að. Hann átti 70% hlut í frístundahúsi á móti systir minni og fyrrum eiginmanni hennar, þannig að þeirra hlutur var 30%. Nýlega komst ég að því að eignarhlutur foreldra minna og nú eignarhlutur föður míns, sem situr í óskiptu búi, er orðin einungis 5% á móti 95% hlut systur minnar.

Ég hef ítrekað óskað eftir skýringum frá systir minni og föður mínum um þennan gjörning en fæ engar skýringar eða svör en tóku til þess ráðs að svara mér ekki, hvorki símleiðis né tölvupósti.

Vegna viðbragða af hálfu föður míns og systur hef ég fengið sterkt á tilfinningu mína að hugsanlegt undanskot sé um að ræða vegna móðurarfs. Ég tek það skýrt fram að ég hef sagt föður mínum að hann sitji í óskiptu búi en að það sé ágætt að verða upplýstur um mál er varðar hvernig eignum sé ráðstafað.

Læt ég hér fylgja með fyrirspurn í sex liðum sem ég sendi systir minni og óskaði svar við en ég hef aldrei verið upplýstur eða svarað af hendi systir minnar sem hefur séð um fjármál foreldra minna til fjölda ára.

Þær upplýsingar sem ég óska eftir að fá varðandi eignir/skuldir búsins eru eftirfarandi.

  1. Hvaða veðbönd voru á eigninni xxxx, íbúð 02, fastanúmer xxxxxxxx og hverjir voru eigendur þeirra ásamt upplýsingum um tímasetningu veðbanda og af hvaða tilefni var til þeirra stofnað (í hvað fóru umræddir fjármunir). Hvenær voru skuldbindingar gerðar upp og hver er/var reikningseigandi/móttakandi þess uppgjörs.
  2. Hvernig kom til að eignarhlutur foreldra minna í frístundahúsi að xxxx, sem mér skilst að hafi í upphafi verið 70/30%, þar sem 70% var hlutur foreldra okkar og 30% sem var þinn hlutur og þáverandi eiginmanns þíns, xxxxxxx. Hver eru skiptin í dag og hver er skráður/skráðir eigendur í dag og hvernig fóru eignaskiptin fram, en mér skilst að þau skipti séu komin í 5/95% þar sem 95% sé þinn hlutur?
  3. Hvernig kom það til að eignin að xxxx var seld í flýti nánast á fasteignamatsverði, sem í dag er 55.000.000.-, til xxxxx ehf, kt xxxxx þar sem eigandi xxxxxx fer með 100% hlut í félaginu? Sami xxxxx er jafnframt skráður sem sölumaður/lögfræðingur þeirrar fasteignasölu sem hefur eignina til sölu í dag og er ásett söluverð 64.900.000.- einungis örfáum mánuðum síðar.
  4. Hvernig skiptast greiðslur sem voru í þínum höndum í eignarbúi foreldra okkar og síðar föður okkar sem hefur setið í óskiptu búi? Ég hef ekki fengið nein yfirlit vegna tilfærslna fjármuna vegna þessa eða yfirlýsingu frá þinni hendi, hvorki fyrr né síðar og verið haldið utan allra mála.
  5. Þar sem ég hef undirritað umboð dags. 29.ágúst 2022 og gildir til og með júní 2023 fyrir hönd föður míns til að bjóða í og ganga frá kaupum á íbúð fyrir hans hönd vil ég vera upplýstur um stöðu fjármála föður míns eftir sölu á eigninni að xxxxxx
  6. Ég óska eftir því fá yfirlit yfir inn/útgreiðslur vegna eignasafns foreldra minna og eftir að seta í óskiptu búi er samþykkt, skulu greiðsluliðir vera sundurliðaðir þar sem gert er grein fyrir hverri færslu í hvaða mynd sem hún er.

Kveðja, 

HK

Faðir situr í óskiptu búi en hefur nú selt fasteign …
Faðir situr í óskiptu búi en hefur nú selt fasteign án þess að gera upp búið. Alexander Andrews/Unsplash

Sæl.

Samkvæmt ákvæðum erfðalaga þá hefur meginreglan verið sú að þeim sem situr í óskiptu búi sé jafnfrjálst að nýta sér eignirnar og ráðstafa þeim sem eigendum muna almennt; þannig má hann ráðstafa eignum búsins m.a. með að gefa, selja eða í raun ganga með hvaða hætti sem er á eignir búsins. Það er fyrst og fremst ef talið er að viðkomandi sé ekki heill heilsu andlega eða sæti einhvers konar misneytingu af hálfu þeirra sem fá eignirnar að hægt er að aðhafast. Þannig hefur sá sem situr í óskiptu búi afar ríkar heimildir til ráðstöfunar þeirra og þarf ekki að svara fyrir það gagnvart erfingjum, nema hann vilji. Það er hins vegar mögulegt í sumum tilvikum á fá gjöf hrundið með dómi hafi sá sem situr í óskipti búi gefið gjöf úr búinu, hafi hún verið óhæfilega há, miðað við efni búsins. Enn fremur getur erfingi krafist skipta ef sá sem situr í óskiptu búi hefur sannanlega rýrt efni bús með óhæfilegri fjárstjórn sinni eða óttast megi slíka rýrnun.

Kveðja, 

Vala Valtýsdóttir lögmaður. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Völu spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál