Má smíða litla hluti í einkastæði í bílakjallara?

Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands.
Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Samsett mynd

Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem veltir því fyrir sér hvort hún megi draga fram trésmíðavélarnar og smíða í stæðinu sínu í bílakjallaranum. 

Sæl Vala. 

Ég bý í litlu fjöleignahúsi með sér stæði í bílakjallara, og geymslu í kjallaranum.

Er mér leyfilegt að draga fram litlar trésmíðavélar úr geymslunni, fram í stæði og smíða litla hluti, og setja vélarnar inn í geymslu aftur að því loknu?

Kveðja, 

GG

Kona spyr hvort hún megi fara með smíðagræjurnar í bílastæðið …
Kona spyr hvort hún megi fara með smíðagræjurnar í bílastæðið sitt í bílakjallaranum. Todd Quackenbush/Unsplash

Sæl GG. 

Samkvæmt ákvæðum fjöleignahúsalaga þá ber eigendum að vera í húsfélagi.  Hlutverk og tilgangur húsfélaga er aðallega að sjá um varðveislu, viðhald, endurbætur og rekstur sameignar og er valdsvið húsfélags bundið við sameignina og ákvarðanir sem varða hana og nauðsynlegar eru vegna hennar og sameiginlegra hagsmuna eigenda. Eigendur skulu gera með sér húsfélagssamning/samþykktir þar sem m.a. ætti að koma fram hvernig afnotum sameignar skuli háttað. Ef ekki er um slíkt að ræða þyrfti samþykki annarra sameigenda fyrir slíkum afnotum.

Kveðja, 

Vala Valtýsdóttir lögmaður

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Völu og öðrum lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur póst HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál