Hvað er þetta „rizz“ sem er út um allt á samfélagsmiðlum?

Benedict Cumberbatch, Mick Jagger og Pedro Pascal búa allir yfir …
Benedict Cumberbatch, Mick Jagger og Pedro Pascal búa allir yfir þessum eiginleika. Samsett mynd

Hefur þú einhvern tímann kynnst manneskju sem í fyrstu virðist ekki vera þín týpa en það er samt eitthvað við hana sem þú laðast að. Þú getur bara ekki sagt nákvæmlega til um hvað það er? Þá hefur þú líklega upplifað það sem kallast á ensku „rizz“, hugtak sem hefur tröllriðið öllu á samfélagsmiðlum.

Skilgreiningin á „rizz“ er þegar karlmaður nær að laða að sér konur með auðveldum hætti og er mjög eftirsóknarverður án þess að reyna það. Orðið „rizz“ er stytting á enska orðinu „charisma“, eða persónutöfrar. Þetta snýst því ekki um að vera sá sætasti eða sá svalasti, heldur sá sem býr yfir svo miklum persónutöfrum að hann getur nælt sér í hvaða konu sem er.

Pedro Pascal þykir einstaklega heillandi.
Pedro Pascal þykir einstaklega heillandi. AFP/Michael Tran

Uppruna orðsins má rekja til hóps streymara frá New York á samfélagsmiðlunum Twitch, þar á meðal Kai Cenat.  Samkvæmt vefsíðunni KnowYourMeme er ekki vitað hvort þeir hafi fundið upp á orðinu en ljóst er að þeir gerðu það vinsælt. 

Þegar persónutöfrarnir skipta meiru en útlitið 

Jana Hocking, pistlahöfundur hjá New York Post, talar um fyrirbærið í nýlegum pistli sínum. Þar lýsir hún mönnum á borð við leikarana Adam Driver og Benedict Cumberbatch og rokkgoðsögnina Mick Jagger, sem mönnum sem búa yfir þessum óræðu persónutöfrum sem virðast heilla konur upp úr skónum. Hocking, sem er sjálf frá Ástralíu, segir í pistlinum að hún hafi tekið eftir miklum mun á karlmönnum í New York og í heimalandi sínu og veltir hún því fyrir sér hvort Bandaríkjamenn fæðist með þessa persónutöfra.

Lýsing Hocking á kynnum sínum við fyrrverandi samstarfsfélaga er gott dæmi um hvernig „rizz“ gengur fyrir sig. Fyrst þegar hún kynntist viðkomandi segist hún ekki hafa veitt honum mikla athygli en um leið og þau fóru að vinna meira saman hafi hún heillast meira af honum. Var það meðal annars vegna þess að hann hafði mikla ástríðu fyrir verkefnum sínum, var frábær í samskiptum og mjög hugmyndaríkur. Áður en hún vissi af var hún kolfallin fyrir honum og það var ekki útlitið sem hún heillaðist mest af, heldur persónutöfrarnir.

Benedict Cumberbatch þykir búa yfir miklum persónutöfrum.
Benedict Cumberbatch þykir búa yfir miklum persónutöfrum. AFP/Noam Galai
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál