Pör sem gera þetta eru hamingjusamari

Justin og Hailey Bieber eru ung og dugleg að ræða …
Justin og Hailey Bieber eru ung og dugleg að ræða andlega heilsu. mbl.is/AFP

Sambandsráð geta verið misgóð en það er líklega óþarfi að draga það í efa að það sé slæmt að tala um líðan sína við maka sinn. Women's Health greinir frá rannsókn sem sýnir að pör sem töluðu opinskátt um andlega líðan sína voru hamingjusamari en annað fólk. 

Fólk 21 árs og eldra, af öllum kynjum, tók þátt í könnuninni en kvíði og þunglyndi var meðal þess sem fólk ræddi. Fjölmargir glíma við vandamál af þessu tagi og niðurstöðurnar benda alls ekki til þess að fólk sem er laust við þessi vandamál sé í betri samböndum en annað fólk.  

Í ljós kom að fjórum af hverjum fimm leið vel með að tala um tilfinningar sínar við maka og greindu frá því að það hefði jákvæð áhrif á sambandið. Það þarf því kannski ekki að koma á óvart að fólk sem fannst erfitt að ræða þessi mál var oft óhamingjusamara í ástarsamböndum sínum. 

Talsmaður rannsóknarinnar bendir á að þótt ungt fólk í dag sé talið yfirborðskennt og eltist við útlitið þá tali það líka mjög opinskátt um andlega heilsu. Niðurstöðurnar sýna að yngra fólk er framsæknara þegar kemur að andlegri heilsu en eldri kynslóðir og ræða það frekar við maka. 

Ætli Clooney-hjónin séu dugleg að tala um hvernig þeim líður?
Ætli Clooney-hjónin séu dugleg að tala um hvernig þeim líður? mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál