Pör sem rífast eru hamingjusamari

Það er betra að takast á við vandamálin en að …
Það er betra að takast á við vandamálin en að sópa þeim undir teppi. mbl.is/Thinkstockphotos

Pör sem rífast eru ekki endilega í slæmu sambandi eins og einhver myndi kannski halda, þvert á móti endast þessi sambönd. Pör sem rífast á áhrifaríkan hátt eru sögð vera tíu sinnum líklegri til þess að vera í hamingjusömu sambandi en þau pör sem takast ekki á við vandamálin. 

Sambandssérfræðingur sem Guardian ræddi við segir að mörg pör haldi að það að forðast að rífast um viðkvæm málefni komi þeim hjá rifrildum og það sé þar með gott fyrir sambandið. Hann leggur hins vegar áherslu á að stærstu mistök sem fólk geti gert sé að koma sér hjá því að ræða málin. 

„Við eigum það til að forðast þessar samræður vegna þess að við erum meðvituð um áhættuna sem fylgir því að tala, en ómeðvituð um áhættuna sem fylgir því að tala ekki,“ sagði sérfræðingurinn sem segir að fólk horfi frekar stutt fram á veginn frekar en til langtíma. 

Sérfræðingurinn segir að fólk eigi erfiðara með að tala um ákveðin mál. Kynlíf, fjármál og pirrandi ávanar eru þrjú atriði sem fólk á hve erfiðast með að ræða. 

„Sönn ást er vinna. Raunverulegt náið samband snýst ekki bara um ást heldur líka sannleika,“ segir sérfræðingurinn og segir styrkleiki sambanda byggjast á því hvernig tekið er á viðkvæmum málum. 

Sönn ást er vinna.
Sönn ást er vinna. Ljósmynd/Getty images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál