Gömul sár eyðileggja kynlífið

Ljósmynd / Getty Images

„Ég er 25 ára kona sem á í sambandi við ástríkan og skilningsríkan mann. Áður en ég byrjaði að hitta hann var ég í sambandi, sem endaði með því að ég var beitt kynferðisofbeldi, og öðru sambandi þar sem ég var beitt andlegu ofbeldi. Núverandi samband mitt veldur mér ekki vandræðum, en fortíðin gerir það hins vegar,“ segir ung kona sem leitaði á náðir kynlífs- og sambandsráðgjafa The Guardian.

„Stundum þegar við erum að stunda kynlíf skjóta minningar úr fyrri samböndum upp kollinum og eyðileggja augnablikið fyrir okkur. Verður þetta alltaf svona?“

Ráðgjafinn svaraði um hæl og benti á að það væri engin ástæða til að vera svartsýn.

„Það er satt að kynferðislegt ofbeldi leiðir oft til vandræða í komandi samböndum, en það er mögulegt að ná bata. Þú ert lánsöm að hafa fundið maka sem er reiðubúinn að taka þátt í bataferlinu með þér. Þú skalt leyfa honum að hjálpa þér að finna til öryggis, og ef þú finnur að löngunin minnkar, þú ferð að upplifa gamlar og óþægilegar tilfinningar skaltu láta hann vita. Láttu hann vita að þú þurfir að vera við stjórnvölinn þegar þið stundið kynlíf, að þú getir stjórnað hraðanum og látið staðar numið ef svo ber undir. Ef þér finnst þú ekki hafa stjórn á aðstæðum getur verið að þú upplifir ótta á nýjan leik, og verðir fyrir særindum. Ef maki þinn sýnir skilning og stendur með þér er líklegra að þú getir farið að njóta kynlífs innilega.“

Ráðgjafinn sagði mikilvægt að makinn sýndi skilning.
Ráðgjafinn sagði mikilvægt að makinn sýndi skilning. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál