Anna Margrét og Laufey buðu í flott partí

Anna Lea Friðriksdóttir hjá Sölku, Anna Margrét Björnsson, Laufey Jónsdóttir …
Anna Lea Friðriksdóttir hjá Sölku, Anna Margrét Björnsson, Laufey Jónsdóttir og Dögg Hjaltalín hjá Sölku með eintök af nýju barnabókinni á Hlemmur Square. Ljósmynd/ Hag

Útgáfuhóf barnabókarinnar Milli svefns og Vöku eftir Önnu Margréti Björnsson og Laufeyju Jónsdóttur var haldið að viðstöddu góðmenni á Hlemmi Square síðastliðið fimmtudagskvöld. Sagt var frá bókinni sem er tileinkuð Ásu Georgíu, dóttur Önnu Margrétar, sem fékk blóm í tilefni dagsins. Fjölfræðingurinn Palli Banine var DJ kvöldsins og spilaði dularfulla og ævintýralega tóna. Alkemistinn JARA steig á svið og lék nokkur lög.
 
Milli svefns og Vöku fjallar um hina myrkfælnu Vöku og samband hennar við dularfulla veru sem birtist á heimili hennar en enginn annar sér. Veran kemur í heimsókn á nóttunni og í fyrstu er Vaka skelkuð. Í gegnum söguna fer þó smám saman að renna upp fyrir henni að það er ekki allt slæmt sem tengist myrkrinu og hægt og bítandi sigrast hún á myrkfælninni. Hugmyndin að bókinni á sér rætur í raunveruleikanum en dóttir Önnu Margrétar sakaði oft „leynigest“ á heimili fjölskyldunnar um alls kyns dularfulla hluti sem hún sjálf kannaðist ekki við að hafa gert.
 
Anna Margrét og Laufey hafa ætíð verið heillaðar af barnabókum og ævintýralegum sögum sem vekja börn og fullorðna til umhugsunar, og geta jafnvel verið dálítið ógnvekjandi líkt og sígildu ævintýrin. Innblástur bókarinnar var sóttur til barnabóka sjötta, sjöunda og áttunda áratugarins og útlit bókarinnar sækir fagurfræði sína að vissu leyti þangað líka.

Í sköpunarferlinu leituðust Anna Margrét og Laufey eftir að texti og myndmál ynnu saman að framgangi sögunnar og að myndirnar myndu draga fram þræði úr sögunni og segja hana á annan eða stundum óvæntan hátt og þar með ýta undir ímyndunarafl barna sem lesa hana.

Bókin er í senn fögur, spennandi, fyndin og dálítið ógnvekjandi þótt allt fari vel að lokum. Hún hentar vel fyrir börn á aldrinum 6-10 ára en mun vonandi höfða til allra aldurshópa.

Höfundar bókarinnar þær Anna Margrét Björnsson blaðamaður og Laufey Jónsdóttir …
Höfundar bókarinnar þær Anna Margrét Björnsson blaðamaður og Laufey Jónsdóttir hönnuður eru hér ásamt Kristjáni Þór Árnasyni yfirhönnuði á mbl.is. Ljósmynd/Hag
Anna Margrét Björnsson með unnusta sínum Jóni Ólafi Stefánssyni.
Anna Margrét Björnsson með unnusta sínum Jóni Ólafi Stefánssyni. Ljósmynd/hag
Anna Lea Friðriksdóttir og Laufey Jónsdóttir.
Anna Lea Friðriksdóttir og Laufey Jónsdóttir. Ljósmynd/Hag
Heiða Jónsdóttir og Dimma Dagbjartsdóttir
Heiða Jónsdóttir og Dimma Dagbjartsdóttir Ljósmynd/Hag
Kristinn Þorleifsson virðir fyrir sér plaköt af teikningum úr bókinni.
Kristinn Þorleifsson virðir fyrir sér plaköt af teikningum úr bókinni. Ljósmynd/Hag
Helgi Finnur Stefánsson, Dísa Sigurðardóttir og Sóley Björk Guðmundsdóttir.
Helgi Finnur Stefánsson, Dísa Sigurðardóttir og Sóley Björk Guðmundsdóttir. Ljósmynd/Hag
Anna Margrét Björnsson og frænka hennar Gígja Sara Björnsson, leikkona …
Anna Margrét Björnsson og frænka hennar Gígja Sara Björnsson, leikkona og eigandi Kattakaffihússins. Ljósmynd/Hag
Freyr Karel Benolte, Ragnhildur Hjaltadóttir og Hilmar Hansson.
Freyr Karel Benolte, Ragnhildur Hjaltadóttir og Hilmar Hansson. LJósmynd/Hag
Laufey Jónsdóttir og Kristján Jónsson.
Laufey Jónsdóttir og Kristján Jónsson. Ljósmynd/Hag
Kristinn Þorleifsson, Hallur Már Hallsson blaðamaður á Mbl.is og Anna …
Kristinn Þorleifsson, Hallur Már Hallsson blaðamaður á Mbl.is og Anna Margrét Björnsson. Ljósmynd/ Hag
Nói Baldvin Collard.
Nói Baldvin Collard. Ljósmynd/ Hag
Jón Ólafur Stefánsson og Páll Guðmundsson.
Jón Ólafur Stefánsson og Páll Guðmundsson. Ljósmynd/Hag
Sóley Björk Guðmundsdóttir, Hallur Már Hallsson og Kristinn Þorleifsson.
Sóley Björk Guðmundsdóttir, Hallur Már Hallsson og Kristinn Þorleifsson. Ljósmynd/Hag
Stefán Ari Stefánsson, Páll Guðmundsson, Stefán Magni Stefánsson og Ragnheiður …
Stefán Ari Stefánsson, Páll Guðmundsson, Stefán Magni Stefánsson og Ragnheiður Axel. Ljósmynd/Hag
Dögg Hjaltalín.
Dögg Hjaltalín.
Vera Sölvadóttir, Ragnheiður Axel, Árni Sveins, Helga Björnsson fatahönnuður og …
Vera Sölvadóttir, Ragnheiður Axel, Árni Sveins, Helga Björnsson fatahönnuður og þær Leanne Yslah Gonzales, Björt Blöndal Björnsson og Ása Georgía Þórðardóttir Björnsson, dóttir Önnu Margrétar. Ljósmynd/Hag
Það var fullt hús á Hlemmur Square á útgáfuhófinu.
Það var fullt hús á Hlemmur Square á útgáfuhófinu. Ljósmynd/Hag
Ljósmynd/Hag
Dögg Hjaltalín.
Dögg Hjaltalín. Ljósmynd/Hag
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál