Linda og Rúnar selja glæsihæðina í Hlíðunum

Eignin hefur verið innréttuð á afar fallegan máta.
Eignin hefur verið innréttuð á afar fallegan máta. Samsett mynd

Myndlistarkonan og hönnuðurinn Linda Jóhannsdóttir og eiginmaður hennar, Rúnar Karl Kristjánsson bifvélavirki, hafa sett glæsilega hæð sína við Barmahlíð í Reykjavík á sölu. Linda og Rúnar festu kaup á eigninni haustið 2019 og var hún þá nærri upprunaleg, en í kjölfarið hófust miklar framkvæmdir og var hún tekin í gegn frá a til ö.

Eignin sem um ræðir er staðsett í fjölbýlishúsi sem reist var árið 1948, en hún telur 138 fm og státar af þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi. 

Rómantísk og ljúf stemning

Linda og Rúnar eru miklir fagurkerar og hafa innréttað íbúðina á afar fallegan og sjarmerandi máta. Ljúf og fögur litapalletta flæðir í gegnum eignina sem er með rómantísku yfirbragði.

Eldhús, stofa og borðstofa eru samliggjandi í rúmgóðu og björtu alrými. Hvít stílhrein eldhúsinnrétting prýðir eldhúsið ásamt fallegu ljósi frá Frama sem hannað var af Krøyer Sætter Lassen árið 2019.

Stofan er björt og opin, en hana prýða falleg húsgögn …
Stofan er björt og opin, en hana prýða falleg húsgögn og munir sem gefa rýminu karakter. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Frá forstofu liggur skemmtilegur gangur sem prýðir verk eftir Lindu.
Frá forstofu liggur skemmtilegur gangur sem prýðir verk eftir Lindu. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Sáu strax möguleikana

Linda sagði frá framkvæmdunum í viðtali sem birtist í Heimili og hönnun, sérblaði Morgunblaðsins, fyrr á þessu ári. 

„Við keypt­um eign­ina haustið 2019. Hún var nú kannski ekk­ert augnayndi en við sáum fullt af mögu­leik­um sem seldu okk­ur hana. Það þurfti að taka hana alla í gegn, en íbúðin var það illa far­in að það var eig­in­lega ekki hægt að byrja smátt og því flutt­um við ekki inn fyrr en búið var að rífa allt út, laga raf­magn, mála, par­ket­leggja o.s.frv. Þar sem við höf­um gam­an af því að laga og fegra fast­eign­ir var þetta frá­bært verk­efni fyr­ir okk­ur,“ sagði hún í viðtalinu.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Barmahlíð 51

Í eldhúsinu fá ljósir tónar að njóta sín.
Í eldhúsinu fá ljósir tónar að njóta sín. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Baðherbergið er vel heppnað hjá hjónunum, en þau stækkuðu það …
Baðherbergið er vel heppnað hjá hjónunum, en þau stækkuðu það í framkvæmdunum. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál