Fólk getur sparað milljónir með því að borga inn á lánið

Tinna Björk Bryde.
Tinna Björk Bryde. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Aurbjörg hefur það að markmiði og leiðarljósi að aðstoða fólk við ákvarðanir tengdar fjármálum og að auka lífsgæði þess - hvort sem það felst í því að spara tíma, peninga eða veita því hugarró,“ segir Tinna Bryde, viðskiptaþróunarstjóri Aurbjargar en á dögunum var vefurinn endurbættur. Með nýju áskriftarþjónustunni getur áhugafólk um fasteignaviðskipti kafað ennþá dýpra með einföldum hætti.  

„Með áskrift getur fólk séð með mjög einföldum hætti hversu mikla peninga það á í eigninni sinni og jafnvel sparað sé milljónir með því að endurfjármagna eða greiða mánaðarlega inn á fasteignalánin. Við sem erum með fasteignalán sjáum annað hvort höfuðstól lánsins hækka eða greiðum töluvert meira á mánuði fyrir lánið. En við megum ekki gleyma því að eignin hækkar á móti í virði og í áskriftinni sérðu það. Auk þess opnast nýr heimur fyrir fólk sem er áhugasamt um fasteignir og það er hægt að sökkva sér mun dýpra ofan í fasteignapælingar en áður,“ segir hún. 

Í viðtali við Smartland fyrr á þessu ári sagði Tinna frá því að einn áskrifandi Aurbjargar hefði sparað sér 60.000 krónur á mánuði með því að bera saman fasteignalán sín og endurfjármagna þau. 

Hver vill ekki spara sér 720.000 krónur á ári? Það hafa margir spurt sig hvort það borgi sig að greiða aukalega inn á höfuðstól lánsins en í áskriftinni er innborgunareiknivél þar sem hægt er að reikna út hvað sparast í vaxtagreiðslur með aukalegum mánaðarlegum innborgunum á fasteignalánin.

„Við lítum líka á hlutverk Aurbjargar sem fræðsluvettvang og við viljum auka fjármálalæsi. Fasteign er hjá flestum okkar ein stærsta fjárfestingin á lífsleiðinni og það getur borgað sig margfalt að fylgjast með bestu kjörunum. Með áskriftarleið Aurbjargar geta áskrifendur fengið frábæra yfirsýn með því einu að slá inn heimilisfang og setja inn upplýsingar um húsnæðislánin sín,“ segir Tinna.

Tinna Björk Bryde.
Tinna Björk Bryde. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál