Odgaard hannar fyrir Epal

Danski hönnuðurinn Margrethe Odgaard er búin að hanna teppi hefur hannað fyrir húsgagnaverslunina Epal. Um er að ræða guðdómleg teppi sem framleidd eru á Íslandi en teppin eru úr íslenskri ull.

Odgaard er á meðal færustu hönnuða samtímans og er handhafi virtu Söderberg verðlaunanna árið 2016. Hún hefur unnið fyrir fyrirtæki á borð við Georg Jensen, Hay, Muuto, Ikea og Kvadrat ásamt fleirum.

Odgaard notar vefnað sem grundvöll í sína hönnun. Með því að hugsa með höndunum er nálgun hennar á sama tíma listræn, áþreifanleg og vel úthugsuð. Odgaard notast bæði við ljóðræn og samræmd mynstur og liti og er hún stöðugt í leit að ferskum leiðum til að nýta lit og mynstur í vefnað sem er einkennandi fyrir öll hennar verk. Hennar listræna sýn er knúin áfram af þrá hennar fyrir sköpun þar sem þekking, hugmyndir og kunnátta eru í forgrunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál