Hvað er hægt að gera við „L“ stofu?

Sesselja Thor­berg, vöru- og inn­an­húss­hönnuður, rek­ur hönn­un­ar- og ráðgjafa­fyr­ir­tækið Frök­en Fix og svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Frök­en Fix er löngu orðin þekkt fyr­ir djarfa og óvenju­lega hönn­un sem og hag­kvæm­ar lausn­ir en Frök­en Fix sér­hæf­ir sig í inn­an­húss­hönn­un fyr­ir fyr­ir­tæki jafnt sem ein­stak­linga.

Sæl Sesselja. 

Það sem mér finnst erfiðast við þetta er að á annarri langhliðinni eru að mestu gluggar - á hinni langhliðinni er veggur bara að hluta (því svo kemur borðstofan), sá veggpartur er einnig nær holinu. Það er því ekki mikið af „veggjum“ til að raða uppvið ef þú ert að tengja við þessar lýsingar.

Það er því aðeins veggurinn við stutta endann innst, og svo veggbútur á annarri langhliðinni (á honum er núna skenkur og upphengt sjónvarp, og sófinn snýr þá baki í gluggann).

Ég hef gúgglað af mér allt vit- lausnir virðast allar fela það í sér að nóg sé að veggplássi og þurfi ekki að huga að glampa á sjónvarp frá t.d glugga. Ertu með einhver góð ráð fyrir svona langt og "mjótt" rými, hvernig er gott að nýta það?

Kveðja, F

Hæ hæ F og takk fyrir fyrirspurnina.

Svona „erfið“ rými geta gert okkur öll gráhærð skal ég segja þér. Af fyrirspurn þinni að dæma geri ég ráð fyrir því að þú getir ekkert bætt við veggjum eða nýtt annað rými sem stofu eins og til dæmis svissað á borðstofunni og stofunni og nýtt þá „langa rýmið“ undir borðstofuna. Nei- líklega ertu komin í þrot ... allan hringinn.

Jæja, þá er bara að hugsa í lausnum. Ég myndi segja að það fyrsta sem þú þarf að breyta er hugsunin um að húsgögn þurfi öll að miðast við veggi eða séu síðri undir glugga. Í svona herbergjaformum er gott að hugsa.

  1. Húsgögn í grúbbum og húsgögn með tvöfaldan tilgang
  2. Hafa endana (veggina á milli gluggaraðarinnar) þyngri ásyndar og létta ásýnd á gluggaröðina.

Leyfðu mér aðeins að útskýra...

Ef þú hugsar þessa löngu stofu í tveimur grúbbum til dæmis. Önnur grúbban væri til dæmis LÉTTUR sófi og stóll og miðast þá við sjónvarpssvæði. Hin grúbban væri þá jafnvel þrír til fjórir hægindastólar settir saman í samtalsgrúbbu með nettum hringborðum til hliðar í stað miðjuborðs.  Með því að hafa öll húsgögnin létt (léttir litir, grannir eða engir armar og háir fætur) þá léttir þú talsvert ásýndina inneftir stofunni. Og með því að skipta í tvær nettari grúbbur (fremur ein eina þunga eins og þú ert líklega með núna) þá skapar þú  meiri dýpt í stofuna. Húsgögn njóta sín líka oft vel úti á miðju gólfi ef þau eru í réttri stærð. Ekki vera hrædd við að skipta út húsgögnum – seldu og skiptu! Ef þú veist hverju þú átt að leita af þá er það einfaldara.

Langir veggir sem eru aðeins gluggar skapa stundum dálitla spennu, sér í lagi ef að þeir eru af sitthvorri stærðinni, ofnar undir þeim og jafnvel svalir utan við þá. Því auðvitað hafa öll þessi form mikil áhrif hvað fyrir innan er. Í svona tilfellum ráðlegg ég stundum að reyna að draga úr þeirri ásýnd, t.d. með hálfgegnsæjum voal tjöldum frá lofti og niður á gólf. með því að draga úr þessum formum fá húsgögnin innan gluggana meira að njóta sín og rýmið virðist stærra.

Endaveggurinn er mikilvægur. Þú getur sett spegil á hann allan – þá stækkar þú svæðið útí hið óendanlega. Þessi factor getur verið töff ef þú setur voal tjöldin upp. Þú getur samt sem áður sett upp stóra mynd eða hillu fyrir framan spegilinn. Ef þú leggur ekki í speglavegg þá myndi ég velja djúpan fallegan lit á vegginn og ekki gleyma smörtu lömpunum!

Vona að þetta komi þér af stað Fanney!

kveðja Fröken Fix

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Fröken Fix spurningu HÉR. 

Sesselja Thorberg er Fröken Fix.
Sesselja Thorberg er Fröken Fix. Ljósmynd/Saga SIg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál