Hvað leigja margir frítt í hausnum á þér?

Tommi og Jenni voru alltaf að hrekkja hvorn annan.
Tommi og Jenni voru alltaf að hrekkja hvorn annan.

Þessi árstími boðar nýtt upphaf og getur fyllt sálina af nýjum vonum og væntingum. Sumir ákveða að hreyfa sig meira og borða minna af mat sem hefur skaðleg áhrif á heilann á meðan aðrir reyna að hætta að stelast til að setja fernur í óflokkaða ruslið.

Það getur verið þrautin þyngri að temja sér nýjar og heilsusamlegri venjur. Fólk er fólk og manneskjan er það ófullkomin í eðli sínu að hún gerir hluti sem hún veit að eru skaðlegir fyrir hana. Ef bíll væri hannaður svona, hann keyrði alltaf í öfuga átt og gæfi ekki stefnuljós, myndi enginn kaupa hann.

Það að vera heilsuhraustur er vítt hugtak og snýst ekki bara um vöðvamassa og lága fituprósentu. Fólk sem er í góðu andlegu formi hefur það fram yfir aðra að geisla af heilbrigði. Þetta er fólkið sem hefur tekið til í höfðinu á sér. Náð að flokka og henda gömlum farangri sem hefur truflandi áhrif á daglegt líf.

Fólk á það til að gefa öðru fólki allt of mikið pláss í hausnum á sér sem minnkar persónulegan vöxt. Hvers vegna haldið þið að gúrúar heimsins séu endalaust að tönglast á því við fólk að það eigi að sleppa tökunum. En fólk getur ekkert sleppt tökunum því það skilur ekki setninguna – veit ekki hvað það þýðir. Þess vegna þarf stundum að útskýra hlutina á annan hátt svo að hin ófullkomna manneskja skilji.

Talandi um að sleppa tökunum og hætta að vera kjáni.

Ég varði fyrstu áratugum ævi minnar í að vera upp á kant við bróður minn sem er tveimur árum yngri en ég. Í stað þess að vera góð og kærleiksrík stóra systir var ég ömurleg við hann. Við tvö vorum eins og Tommi og Jenni. Alltaf í slag og að hrekkja hvort annað. Svo urðum við stór og fórum að tala um tilfinningar og líka allt sem er óþægilegt að tala um og það breytti samskiptunum. Um daginn barst leiðinlegt fólk í tal og þá sagði hann:

„Marta mín, þú getur ekki leyft neinum að leigja frítt í hausnum á þér,“ sagði hann.

Bróðir minn var í raun að segja að ég ætti að sleppa tökunum og ætti ekki að pirra mig á því sem skiptir ekki máli. Orðfærið talaði bara betur til mín en einhver heilsugúrúa-klisja um að sleppa tökunum.

Í miðjum þankagangi um fólk sem leigir frítt og sogar orku úr umhverfinu og hefur truflandi áhrif á heilastarfsemi heyrði ég viðtal við Michael Singer, höfund metsölubókanna The Untethered Soul, The Surrender Experiment og Living Untethered. Singer varð fyrir djúpri vakningu 1971 þegar hann var í doktorsnámi í hagfræði. Til þess að ná árangri Í hagfræðináminu einangraði hann sig og fór að stunda jóga og hugleiðslu. Fjórum árum seinna stofnaði hann jóga- og hugleiðslustöð þar sem fólk af mismunandi trúarbrögðum gat komið saman og upplifað innri frið. Hvaða hagfræðingur opnar jógastöð? Jú, einhver sem veit að hann er flottastur og þarf ekki að sanna sig.

Í viðtalinu útskýrði Singer hvers vegna flottur bíll og merkjavara auka ekki hamingju. Hann vill meina að það eina sem geti aukið hamingjuna sé að verða frjáls frá neikvæðum hugsunum og öðru fólki. Gefa því ekki pláss. Hann var í stuttu máli að tala um allt fólkið sem leigir frítt í hausnum á náunganum – hann orðaði það bara öðruvísi. Þetta er svona eins og með fólkið sem er alltaf að tuða yfir veðrinu eða tryllast á internetinu ef einhver segir eitthvað í fréttum sem því mislíkar. Svo er það fólkið sem er ennþá í miklu gremjuástandi yfir einhverju sem gerðist í lífi þess 1980. Það sjá allir að það er öruggur og góður staður til að vera á!

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál