Fjórir slæmir ávanar fyrir svefninn

Hvaða krem ertu að setja á þig fyrir svefninn?
Hvaða krem ertu að setja á þig fyrir svefninn? mbl.is/Thinkstockphotos

Hvernig við hugsum um húðina hefur áhrif á það hvernig húðin eldist. Húðin er mörgum hugleikin rétt fyrir svefn og það skiptir máli hvernig á að hugsa rétt um húðina og hvernig við sofum ef við viljum ekki breytast í ellikerlingar langt fyrir aldur fram. Women's Health fór yfir þetta með húðsjúkdómalækni. 

Að sofa á andlitinu

Að sofa á hliðinni og maganum hjálpar ekki þegar maður vill halda húðinni unglegri. Læknirinn mælir með því að fólk sofi á bakinu. 

Að þvo ekki á sér andlitið

Það er mikilvægt að þvo andlitið fyrir svefn og ekki bara til þess að hreinsa farða af andlitinu. 

Of mikið af snyrtivörum

Kvöldin eru sá tími sem margir nýta til þess að bera á sig alls konar krem og maska. Húðsjúkdómalæknirinn bendir til dæmis á að krem sem koma í veg fyrir öldrun húðarinnar og bólukrem geta átt illa saman. 

Of lítill vökvi

Það er ekki gott að fara sofa eftir að hafa drukkið of lítið af vatni yfir daginn. Húðin getur orðið þurr þannig að fólk lítur út fyrir að vera hrukkótt í kringum augun í smá tíma. Langvarandi vökvaleysi gerir það að verkum að húðin jafnar sig ekki. 

Hrukkur eru hrifnar af vökvaskorti.
Hrukkur eru hrifnar af vökvaskorti. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál