Öpp sem að halda þér í formi

Þessi fimm forrit hjálpa þér að koma þér í form.
Þessi fimm forrit hjálpa þér að koma þér í form. mbl/ThinkstockPhotos

Nú til dags getur snjallsíminn hjálpað þér með nánast allt – meira að segja að koma þér í form. Ef þú ert að leitast eftir því að koma þér í form, og halda þér í formi er gott að hlaða niður þessum fimm forritum sem eru fullkomin hjálpartæki. 

Sworkit

Ef þú veist aldrei hvað þú átt að gera þegar þú ferð í ræktina þá er þetta forrit fullkomið fyrir þig. Í því eru rúmlega 50 æfingar með leiðbeiningum um hvernig skal gera þær. Allar æfingarnar eru frjálsar af tækjum og tólum þannig að þú getur gert þær hvar sem er. Hægt er að gera alls kyns æfingar eins og jóga, pílates, brennslu og mikið meir. 

Forritið er hægt að fá bæði fyrir Android og iOS og kostar ekkert. Hægt er að uppfæra forritið fyrir 300 krónur á mánuði og færðu þá enn meiri æfingar sem eru sérhæfðari. 

Skjáskot/Itunes

Charity Miles

Gerðu góðverk fyrir sjálfan þig og einhvern annan þegar þú notar þetta forrit næst þegar þú ferð í göngutúr eða út að hlaupa. Fyrir hverja mílu sem að þú hleypur munu styrktaraðilar forritsins gefa ákveðna upphæð til góðgerðafélags að þínu eigin vali. Þessi auka hvatning mun gera það að verkum að þú munt ekki vilja að hætta að hlaupa.

Forritið er frítt fyrir bæði Android of iOS.

Skjáskot/Itunes

MyFitnessPal

Fylgstu með mataræðinu þínu með þessu frábæra forriti og settu þér holl og góð markmið. Áður en þú veist af verða aukakílóin farin og þú ert farin að borða hollt áreynslulaust. Þú skráir niður allt sem að þú borðar í forritið og það segir þér næringargildi hverrar vöru svo þú veist nákvæmlega hvað þú ert að setja upp í þig. Einnig hjálpar forritið þér að fylgjast með því hvað þú hreyfir þig mikið og hversu miklar kaloríur þú brennur. 

Þetta forrit er frítt fyrir bæði Android og iOS en hægt er að uppfæra það fyrir 1.000 krónur á mánuði. 

Skjáskot/Itunes

Calm

Að vera heilsusamlegur snýst um meira en að hreyfa sig bara og borða rétt – það þarf líka að huga að andlegu hliðinni. Calm býður upp á fjölbreyttar aðferðir fyrir hugleiðslu til þess að bæta einbeitingu, meðhöndla streitu og meir. Forritið býður einnig upp á kvöldsögur til þess að hjálpa þér að sofna á næturnar.  

Forritið er frítt bæði fyrir iOS og Android en það er hægt að uppfæra það fyrir 1.300 krónur á mánuði.

Skjáskot/Itunes

Fit Radio

Þetta forrit hannar spilunarlista í kringum æfinguna sem þú ert að gera. Spilunarlistarnir velja lög til dæmis í takt við hlaupið þitt. Ef þú hleypur hraðar, því hraðari tónlist færðu. Einnig er hægt að stilla forritið þannig að þú hlustar á einkaþjálfara hvetja þig áfram endrum og eins. Einkaþjálfari Kardashian-systra Gunnar Peterson mælir með þessu forriti. 

Forritið er frítt fyrir bæði Android og iOS en hægt er að uppfæra það fyrir 400 krónur á mánuði.

Skjáskot/Itunes
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál