„Ert ekki að pikka í vinkonu og spyrja um heimabankann“

Gerður Huld Arinbjarnardóttir eigandi Blush.
Gerður Huld Arinbjarnardóttir eigandi Blush. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Gerður Huld Arinbjarnardóttir eigandi Blush segist hafa verið á tímabili haldin miklum fjármálakvíða og tileinkaði sér mörg hagnýt ráð þegar kom að skipulagningu og fjármál. Þetta kemur fram í viðtali við Gerði í nýjum hlaðvarpsþætti Fortuna Invest. 

Upplifði mikinn fjármálakvíða

„Ég hef síðustu ár tileinkað mér að vera með ýmsar reglur þegar kemur að mínum fjármálum. Ástæðan er einföld, ég upplifi mikinn fjármálakvíða, ber mikla ábyrgð á fjármálum annarra með starfsfólk í vinnu. Ég fann að þetta var orðinn mikill kvíðavaldur, þannig að ég fór að setja upp reglur tengdar fyrirtækinu og fann hvað það hjálpaði, svo speglaði ég það í persónulega lífinu. Allt fyrir fjárhagslegu heilsu mína.“

„Fjármálin eru svolítið þar sem kynlífstækin voru fyrir tíu árum. Ert ekki að pikka í vinkonu þína og spyrja hana um heimabankann, en þú getur spurt um dótakassann og hún myndi gera það. Sorglegt hvað við erum komin stutt með þetta og sorglegt hversu lítil áhersla er lögð á fjármálalæsi í skólum. Því við þurfum öll á lífsleiðinni að höndla peninga.“

Fór í gjaldþrot fyrir átta árum

„Ég hef tekið með mér nokkrar nokkar lífslexíur í gegnum tíðina. Ein af þeim snýr að því að amma og afi mín og afi, hvorugt hátekjufólk, en þau áttu alltaf nóg. Síðan var ég að ræða þetta við mömmu og pabba, og þá voru þau með sá reglu að þau keyptu sér aldrei neitt nema að eiga fyrir því. Þannig allt sem þau áttu söfnuðu þau sér fyrir. Miklu skemmtilegra að eiga skuldlausan bíl, þrátt fyrir að þurfa keyra um á eldgömlum bíl í átta ár.

Ég fór í gjaldþrot fyrir 8 árum. Dýrasti skóli sem ég hef farið í gegnum og mikill misskilningur að maður losni við allar skuldir við gjaldþrot. Þú þarft að gera upp við helling af fólki. 

Keyrði um á Opel Astra ´98 módeli

Ég tók ákvörðun við gjaldþrotið að prófa að lifa lífstílinn hjá ömmu og afa. Ákvað að prófa, svo
var þetta svo skemmtilegt, erfitt en svo gaman að lifa skuldlausum lífstíl. Hef fórnað heilmiklu, keyrði um á Opel Astra ´98 módeli en var alltaf á þeim stað að ætla ekki að taka lán. En í dag er ég enn að lifa eftir þessu, einhverjir sem kunna að vera ósammála mér með þessa aðferð - en ég set mína andlegu fjárhagslegu heilsu í forgang, mér líður vel með þetta. Líður vel með að fara í gegnum lífið hægar fjárhagslega. Hlutirnir hefðu geta gerst hraðar fyrir sig ef ég hefði tekið lán, en ég valdi þetta. Stundum er þetta mjög leiðinlegt, en sæta tilfinningin, að eignast eitthvað eða ná markmiðinu, er svo geggjuð!“ 

„Lífið er lærdómur. Núna er ég í þessari vegferð. En ég upplifi frelsi, mig skortir ekkert og ég ætla bara að safna fyrir hlutunum, en ekki gíra mig í gang,“ segir Gerður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál