Ekki nóg að vinna 40 tíma að mati Musk

Elon Musk telur að fólk geti ekki náð stórkostlegum árangri …
Elon Musk telur að fólk geti ekki náð stórkostlegum árangri með því að vinna í 40 tíma á viku. AFP

Á meðan Íslendingar vilja helst stytta vinnuvikuna úr 40 klukkustundum á viku niður í 35 heldur frumkvöðullinn Elon Musk því fram fólk þurfi að vinna töluvert meira til þess að geta breytt heiminum. Segir Musk í athugasemd á Twitter að fólk þurfi að vinna að minnsta kosti 80 klukkustundir á viku til að breyta heiminum.  

Bætir hann við í fleiri tístum að enginn hafi breytt heiminum með því að vinna aðeins 40 klukkutíma á viku og ef fólk elski vinnuna sína líði því oftast ekki eins og það sé að vinna þegar það er í vinnunni. 

Ekki eru allir sammála stofnanda bílaframleiðandans Tesla og er afkastageta fólks tekin sem dæmi því til stuðnings. Aðrir benda á að foreldrahlutverkið taki sinn tíma og líta svo á að með góðu uppeldi sé fólk að breyta heiminum. 





Elon Musk.
Elon Musk. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál