Krónhjartarlundir með krömdum smælkikartöflum og villisveppasósu

Krónhjartarlundir með krömdum smælkikartöflum og villisveppasósu.
Krónhjartarlundir með krömdum smælkikartöflum og villisveppasósu. mbl.is/Kristinn Magnússon
  • krónhjartarlundir
  • olía
  • salt
  • pipar
  • rósmarín
  • timían
  • hvítlaukur

Aðferð:

  1. Krjónhjartarlundir eru kryddaðar með salti og pipar og síðan steiktar á heitri pönnu með olíu.
  2. Eftir um það bil eina mínútu er þeim snúið við og smjöri, hvítlauk og timían bætt út á pönnuna og þetta steikt í eina mínútu í viðbót.
  3. Allt sett í eldfast mót með smjöri og kryddjurtunum og síðan klárað í ofni á 180°C í um það bil átta mínútur.
  4. Lundirnar eru síðan látnar hvíla í fimm mínútur áður en þær eru skornar. 
Kramdar smælkikartöflur með feyki.
Kramdar smælkikartöflur með feyki. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kramdar smælkikartöflur með feyki

  • 300 g smælki
  • 1 msk. salt
  • smjör til steikingar
  • feykir ostur (til að rífa yfir)
  • grænkál
  • smurbrauðskarsi

Aðferð:

  1. Sjóðið kartöflur ásamt einni matskeið af salti þar til þær eru orðnar mjúkar.
  2. Kælið þær í köldu vatni.
  3. Kremjið kartöflurnar þannig að þær séu flatar. 
  4. Hitið pönnu með olíu og smjöri og steikið kartöflurnar á báðum hliðum þar til þær eru stökkar.
  5. Steikið grænkál með.
  6. Rífið feyki yfir.
  7. Stráið karsa yfir.  

Villisveppasósa

  • 500 g kastaníusveppir
  • 30 g villisveppakraftur
  • 100 g sérrí
  • 2 skalottlaukar
  • 2 hvítlauksrif
  • 400 ml rjómi
  • 50 g smjör
  • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Skerið kastaníusveppi og lauk í sneiðar og steikið í smjörinu við vægan hita í potti.
  2. Þegar kominn er gullinbrúnn litur á sveppina er sérríinu hellt yfir og þetta látið sjóða niður um helming.
  3. Bætið við rjóma, smjöri og krafti og maukið sósuna með töfrasprota.
  4. Smakkið til með salti og pipar.

Þessa upp­skrift, sem og aðrar, má finna í blaðinu Hátíðarmat frá Hag­kaup sem er hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert