Karamellíseraðar rauðrófur

Jólamatur.
Jólamatur. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Flestir vita að rauðrófur eru frábærar fyrir líkamann en þær eru ekki síðri á veisluborðið, sérstaklega þegar búið er að setja alls konar góðgæti á borð með þeim. 

Karamellíseraðar rauðrófur

  • 3 stk. rauðrófur
  • 150 g rauðrófusafi
  • 60 g púðursykur
  • 50 g púrtvín
  • 3 anísstjörnur
  • 40 g heslihnetur
  • geitaostur til að rífa yfir

Aðferð:

  1. Bakið rauðrófurnar í heilu lagi við 200 gráðu hita í eina klukkustund.
  2. Ristið heslihnetur í ofninum á sama tíma við 200 gráður í fimm mínútur.
  3. Setjið rauðrófusafa, púðursykur, púrtvín og anís í pott og hitið til að leysa upp sykurinn.
  4. Skerið rauðrófurnar í 2x2 cm bita og bætið út í pottinn.
  5. Sjóðið þangað til að rauðrófurnar eru orðnar karmellíseraðar.
  6. Blandið öllu saman í skál.

Þessa uppskrift, sem og aðrar, má finna í blaðinu Hátíðarmat frá Hagkaup sem er hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert