Dýrleg sítrónubaka

Jólamatur.
Jólamatur. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Gunnlaugur Arnar Ingason, Gulli Arnar, rekur bakarí í Hafnarfirði en hann lærði eftirrétta- og kökugerð í Kaupmannahöfn.

„Eftirréttirnir okkar hafa skapað sér fastan sess í bakaríinu og það seljast hundruð eftirrétta á viku,“ segir Gulli Arnar og lætur hér fylgja með uppskrift að dýrlegri sítrónuböku. 

Bökubotn

  • 200 g sykur
  • 400 g smjör
  • 30 g eggjarauður
  • 50 g egg
  • 600 g hveiti

Aðferð:

  1. Blandið saman sykri og smjöri og bætið eggjum við.
  2. Setjið hveiti saman við og hnoðið saman.
  3. Gott er að kæla deigið áður en það er flatt út í tartform.
  4. Bakið við 180 gráður í 10-12 mínútur eða þar til það er gullinbrúnt.

Lemon curd

  • 4 g matarlím
  • 300 g gerilsneyddar eggjarauður
  • 210 g sítrónusafi
  • 240 g sykur
  • 60 g smjör

Aðferð:

  1. Leggið matarlím í bleyti.
  2. Hrærið saman eggjarauður og sykur.
  3. Hitið sítrónusafa upp og hellið í mjórri bunu yfir eggjablönduna meðan hrært er.
  4. Setjið blönduna aftur í pottinn og hitið við mjög vægan hita meðan hrært er upp í um 85 gráður.
  5. Hrærið matarlím út í kremið.
  6. Hellið sítrónukreminu í bökuskelina og kælið, ef til vill yfir nótt.

Ítalskur marens

  • 100 g vatn
  • 400 g sykur
  • 200 g eggjahvítur

Aðferð:

  1. Þeytið eggjahvítur.
  2. Sjóðið sykur og vatn saman í síróp við um það bil 120 gráður.
  3. Hellið sírópinu í mjórri bunu út í eggjahvíturnar meðan þeytt er.
  4. Stífþeytið og smyrjið marensinum yfir kremið og brennið með gasbrennara.

Þessa uppskrift, sem og aðrar, má finna í blaðinu Hátíðarmat frá Hagkaup sem er hér.

Gulli arnar bakari. Merking: Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gulli arnar bakari. Merking: Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert